Tímamismunur á plánetum?
Nú þegar mannkynið er á byrjun geimaldar og fólksfjölgunarvandinn er að koma í ljós þá hljótum við að fara að stækka við okkur, það er að segja taka yfir aðrar plánetur. Þótt það eigi ekki eftir að gerast í náinni framtíð þá er vert að hugsa um það hvernig tímanum væri háttað ef við segjum að maðurinn myndi flytja sig yfir á aðra plánet, segjum t.d. Mars. Tíminn hér á Jörðinni fer eftir snúningi Jarðar í kringum sig og sólina. Eins og flestir vita þá er sólarhringur sá tími sem það tekur Jörðina að snúast í kringum sjálfa sig og ár er sá tími sem það tekur hana að snúast í kringum sólina. (ég held að það sé rétt hjá mér) En ef við myndum flytja til Mars þá verðum við að taka með í reikninginn að Mars er á öðrum sporbaug um sólina heldur en Jörðin og svo er hún líka minni(eða stærri, man það ekki í augnablikinu), og ef hún er minni þá hlýtur sólarhringurinn að vera styttri og árið lengra. Það gengur ekki að hafa kvöldmat þegar að sólin er að rísa upp, er það? Og þá ruglast líka allt tímaskyn hjá okkur og við verðum væntanlega að bæta nokkrum mánuðum inn í árið. Það verður því helvíti furðulegt að halda upp á jólin á mismunandi tímum á árinu.