Hvert er næsta skref mannsins í geimnum? Mun maðurinn setjast niður á Mars, tunglinu eða ferðast til næstu stjarna?
Vísindamenn eru að velta þessari spurningu fyrir sér, hvað er raunhæft, tæknilega mögulegt og hvað þolir maðurinn líffræðilega.
Fljótt er hægt að setja hugmyndir um samfélög á geimskipi, sem eiga að ferðast til annarra stjarna, í salt. Vandamálin við slíkar hugmyndir eru geigvænlegar og raunhæft að áætla að slíkt myndi misheppnast, sennilega með skelfilegum afleiðingum.
Margar greinar hafa verið skrifaðar um ferðir til annarra stjarna á geimskipi sem er knúið sólarljósinu. En slíkt geimskip þyrfti segl sem væri risastórt og knúið með risastórum sólarljóss-safnara sem endurkastar sólarljósinu sem geisla á seglin. Til að byrja með þyrftu manneskjurnar að vera um 100-200 talsins til að viðhalda samfélagi (fjölga sér) í um 200 ár.
Vandamálin eru eftirfarandi:
1. Samfélagið myndi leysast upp og stjórnleysi myndi ríkja.
2. Þyngdarafl, manneskjurnar myndu veslast upp löngu áður en það kæmist út fyrir sólkerfið okkar.
3. Matvæli, vatn o.fl. Hver maður þarf a.m.k. 1-2 lítra af vatni á dag, um er að ræða (10-30) milljónir lítra af vatni sem þyrfti í slíkt ferðalag.
4. Viðhald á geimfarinu.
5. Fjölgun. Eitt slys þar sem 10 manns myndu láta lífið gæti haft hörmulegar afleiðingar á svo lítið og viðkvæmt samfélag.
6. Allur heimurinn þyrfti að leggja svo mikið af mörkum til að byggja nægilegt stórt og gott geimfar að mörg hagkerfi myndu ekki þola það.
7. Hvað á fólkið að gera þegar það kemst á leiðarenda?
Hinsvegar, þá eru uppi hugmyndir að koma upp einhversskonar stöð á Mars. Ekki ósvipað því sem gerist í “Total Recall” myndinni, en aðeins örsmá útgáfa af því að sjálfsögðu.
Margir vilja deila um hvort hagkvæmt sé að senda menn út í geiminn, sérstaklega til Mars, þar sem hægt er að senda vélmenni til að gera sömu hluti. Að nokkru leyti er þetta rétt, það er ódýrara og hættuminna. En það er í eðli mannsins að dreifa sér, fjölga sér, læra og stækka. Einnig er fljótlegra t.d. að rannsaka Mars ef maðurinn er á staðnum.
Verið er að þróa vélmenni sem líkir eftir hreyfingum manna, sérstaklega hvað hendurnar varða. Hægt er að nota slík vélmenni í marga nytsamlega hluti, t.d. er hægt að rannsaka hættulega staði með einu slíku vélmenni, eða láta vélmennin byggja við geimstöðina á Mars á meðan maðurinn situr inni og stjórnar öllum aðgerðunum einsog hann væri sjálfur að byggja.
Mörg rök eru fyrir því að setjast niður á Mars, t.d. er þar nægilegt þyngdarafl (0,3G) svo maðurinn veslast ekki upp á nokkrum mánuðum, stöðug pláneta jarðfræðilega séð, dagarnir svipað langir, stjarnfræðilega séð stutt að ferðast þangað (nokkrir mánuðir) og hitastigið er ekki út í öfgar (um -60°C). Semsagt sú pláneta sem er hvað líkust jörðinni, miðað við aðrar plánetur í okkar sólkerfi.
Eitt helsta vandamálið að ferðast til Mars er að sjálfsögðu þyngdaraflið, líkaminn þolir ekki að vera of lengi í þyngdarleysi, en Nasa er að þróa aðferðir til að lengja tímann sem geimfarar geta verið í þyngdarleysi.
Augljóst er að engin ein þjóð gæti staðið í þessu, kannski bandaríkin. En miðað við hvernig ISS gengur fjárhagslega séð þá myndu flestallar þjóðir heims þurfa að leggja fram eitthvað svo þetta myndi heppnast. Þetta yrði e.t.v. stærsta verkefni heims, að byggja stöð á Mars og viðhalda henni.
Góðir tenglar:
http://www.redcolony.com/
http://www.marssociety.org/