Ég fékk hér um daginn staðhæfingu hérna á huga einhverstaðar að líf gæti hvergi fundist nema þar sem vatn finnst í fljótandi formi.
Mér finnst þetta vera svolítið óvönduð ályktun að sökum þess hve lítið við vitum um þennan heim sem við lifum í og allt sem honum tengist. Svo þegar að ég svaraði þessu var mér bara sagt að treysta greinarhöfundi vegna þess að það væri búið að gera ransóknir á þessu.
Hvenær urðum við svona alvitur að við getum fullyrt það að það geti ekki orðið til líf við neinar aðrar aðstæður heldur en hér hjá okkur. Það finnst mér bara hroki og ekkert annað. Þegar að við vitum voðalega lítið hvað skeði eiginlega þegar líf kviknaði á littla hnettinum okkar.
En svo þegar að ég fór að velta þessu svolítið fyrir mér. Að ef að við gefum okkur það líf geti myndast við aðrar aðstæður en þær sem eru hér á jörðinni hvort að ekki gæti þá verið líf tildæmis á Venus. Við vitum lítið um Venus nema það að allir telja hana vera ólífhæfa. En afhverju ætti hún að vera það? Setjum okkur í spor “Venus búa” hvernig ætli þeim líki lífsskylyrði á jörðinni.
Nánast enginn þrýstingur í lofthjúpnum, engin ætandi sýra sem fellur af himnum ofar. Við skulum ekki fara að dæma allr ómögulegt bara vegna þess að við skiljum það ekki.
Jæjæ nú er þessi vitleysa mín að fara að verða svolítið löng, ég vona bara að einhverjir fari aðeins að hugsa sig um.
“ somday people will look back and say that I gave birth to the 20th century” Jack The Ripper 1888.
Dragan