Lífinu er að hluta til stjórnað af svokallaðri lífsklukku (sem byggist á sólarhringnum) og stjórnar því hvenær við förum að sofa. (Allavega hjá sumum.)
Árið 1976 lentu Viking-geimförin á Mars. Þeim var aðalega ætlað að taka myndir og athuga möguleg lífummerki á plánetunni.
Ein af tilraununum sem voru kallaðar <i>The Labeled Release experiment</i> voru gerð með þessum geimförum en hún gekk út á það að taka jarðvegsýni og blanda því saman við efnablöndu sem innihélt m.a. geislavika efnið carbon-14.
Ef það væri örlítið merki um líf í þessu sýni, þá áttu efnabreytingar að verða þess valdandi að einhverjar lofttegundir byrjuðu að gufa í sýninu.
Þetta gerðist, en það var ekkert talið vera neitt merkilegt fyrr en fyrir nokkrum árum síðan þegar vísindamaður hjá NASA gróf upp skjöl um þessar tilraunir úr skjalageimslu stofunarinnar.
Samkvæmt þessum skjölum urðu þessar efnabreytingar, og þær fylgdu meira að segja sólarhringnum á Mars. M.ö.o. <b>Lífsklukkuni</b>.
Það verður samt ekki sannað að það sé líf á Mars fyrr en mannað geimfar lendir á Mars og það verður flutt annað sýni hingað.
Endilega commentið á mig ef ég er að segja einhverja vitleysu.