Drake-jafnan var hönnuð að Frank Drake sem er sagður vera upphafsmaður geimveruleits á borð við SETI. Jafnan hans er svóhljóðandi: N = R * Fp * Ne * Fl * Fi * Fc * L.
Ég ætla að láta ykkur vita fyrirfram að það er ekki vitað fyrir vissu um nema brot að þeim rökum sem eru notaðar í þessa jöfnum. Þetta er að mestu leiti allt ágiskanir en samt sem áður nokkuð raunhæfar ágiskanir. Hér útskýri ég hvað bókstafirnar þíða og hvernig jafnan er reiknuð út.
N. stendur fyrir fjölda hnatta í Vetrarbrautinni þar sem vitsmunalíf þrífst í.
Ég endurtek Vetrabrautinni. Þessi jafna endurtekur sig í öllum stjörnuþokum.
R. stendur fyrir hnetti sem myndast árlega í Vetrarbratinni sem geta orðið að sólum eins og okkar.
Fp. eru sólir sem mynda sólkerfi.
Ne. eru reikistjörnur í þeim sólkerfum sem geta myndað líf.
Fl. eru þær reikistjörnur sem mynd líf.
Fi. eru reikistjörnum með lífi í þar sem vitsmunalíf verður til.
Fc. eru þær vitsmunalífverur sem verða hátæknivædd eins og við erum í dag.
L. er meðaldur hátæknigeimvera.
R. Vitað er upp að ákveðnum marki að á hverju ári myndast c.a. 10 hnettir sem verða að sólum. Því miður verður aðeins einn þeirra að sólum eins og okkar.
F. Það var ákveðið að 1/3 af þeim sólum sem verða góð myndi reikistjörnur í kring um sig. (Þetta er ágiskun)
Ne. Þegar litið er á okkar sólkerfi og við berum það saman við önnur sólkerfi þá sést einn hlutur. Mjög erfit er að láta réttu lífskilyrði myndast. Það þarf plánetu með vatni og hún má ekki vera á einhverjum hræðilegum stað. Jörðin (og Mars reyndar líka) er í einskonar Gullbráarsvæði í sólkerfinu þar sem ekki er of heitt né kalt. Akkurat nóg til að vatnið haldist vatn. Ef hún er of nálægt sól þá er allt vatnið í formi gufu en og langt frá í formi ís. Drake trúir því að líf getir aðeins orðið til þar sem vatn er í fljótandi formi. Eftir að líf er orðið til þá veltur það allt á aðlögunarhæfni þess hvort að hún geti haldið áfram að lifa. Allt í allt þá segir hann að svoleiðis hnettir eru að finna í fimmta hverju sólkerfi með sóli eins og okkar (1/5).
Fi. Nánast um leið (í stjarnfræðilegum mælihvarða) og jörðin varð byggileg þá myndaðist líf. Drake segir því að allar plánetur með vatni í fljótandi formi myndi líf (1).
Fi. Þetta er erfitt að reikna þetta dæmi þar sem við höfum bara jörðina til viðmiðunar. Líf á jörðu þróaðist í 3,8 milljarða ára áður en við urðum til. Vitsmunalíf þarf að uppfylla nokkur skilyrði en aðalega tvo hluti. Gáfur og Griptækni. Höfrungar eru gáfaðir en þeir hafa ekki hendur. Mörg dýr geta haldið á hlutum einhvernvegin en þeir eru of heimskir til að nýta það sér í einhverju formi (erfit að segja það samt um apa). Maður sem er gáfaður og hefur hendur til að halda með flokkast því sem vitsmunavera. Ákveðið var að vitsmunalíf verði til í helmingstilfellum (1/2) en í vesta tilfelli getur það verið 1/100 eða jafnvel minna.
Fc. segir hve margar vitsmunaverur komast á okkar stig. Þannig að þeir fara að senda útvarpsbylgjur út í geimin sem við og aðrar geimverur líka geta síðan fundið með mótakara sem er miðað út í geim.
L. Er síðasta jafnan sem segir til um meðalaldur geimvera áður en þeir deyja út með því að gera hálfitanlega hlut eins og að heyja heimstirjöld með vopnum sem svipa til kjarnorkuvopna eða þeir verða fyrir lofsteini eða einhvað ámóta skemtilegu. Meðaldur lífveru segir Drake séu hugsanlega 30.000 ár. (Persónulega fynst mér þetta ekki rökrétt. Hvað ef geimverurnar fara að ferðast almennilega í geimnum og leggja undir sig aðrar plánetur. Þá eru þeir ekki háðir heimaplánetu sinni lengur og hún má alveg fara norður og niður).
Ef ég skipti þá bókstöfunum N = R * Fp * Ne * Fl * Fi * Fc * L út og set þetta upp sem reiknisdæmi þá er það c.a. svona. N = 1 * 1/3 * 1/5 * l * 1/2 * 1 * L(L er meðaldur 30.000 ár) sem er N = 1/30 eða að á þrjátíu ára fresti myndast nýtt tæknivædd vitsmunalíf í vetrarbrautinni einum saman sem lifir í 30.000 ár.
30.000 * 0,03 er 9.000 þannig að það eru 9.000 hátæknivæddar vitsmunaverur í vetrarbrautinni. Svo lengi sem það jafnvægi helst að ein verði til og önnur deyji út á 30 ára fresti. Ef við dreifum geimverunum jafnt um alla vetrarbrautina þá er mörg hundruð ljósár á milli hverja og eina og við vitum ekki einu sinni í hvaða átt það er þannig að það getur verið býsna erfit að finna hvorn annan.
Núna eftir að hafa reiknað þessa skemtilega jöfnu út þá get ég allavega sagt eitt. Það getur ekki verið annað en á hreinu að við erum ekki ein. En ef ég gæti, þá myndi ég kvarta við stjóran uppi fyrir lélegan hönnun á alheiminum. Næsti nágranni er óþarflega langt í burtu.
Those were my two cents.