Tilbúningur eða staðreyndir?
Nýlega las ég grein eftir mann að nafni Milton William Cooper. Þar er rakin býsna athygliverð saga varðandi tilvist “geimvera” hérna á jörðinni. Er um að ræða svokallaða samsæriskenningu. Samt sem áður, burtséð frá sannleiksgildi samsæriskenningarinnar, er margt sem gerðist á þessum árum áhugavert. Af þeim 13 “geimflaugum” sem talin eru hafa brotlent víðsvegar á jörðinni á árunum frá ‘47-’52, eru nokkur enn álitin vera í geymslum hjá bandaríkjaher og einnig í fyrrum sovétríkjum. Árið 1949 í Roswell, New Mexico, náðist lifandi geimvera, segir sagan, hún mun hafa lifað í 3 ár. Sjálfur tel ég mig vera efasemdarmann, er ekki alveg tilbúinn að trúa svonalöguðu strax. Samt er eitthvað við sögur sem þessar, við getum hvorki sannað þær né afsannað. Síðan við áframhaldandi lestur greinarinnar fer að koma meira og meira ótrúlegra fram, samt svolítið kitlandi. Greinina er að finna á www.rcbbs.com/secretgov. Njótið! :)