Venus Ritgerð um Venus sem ég gerði fyrir skólann. Getið fundið heimildirnar/linkana í greininni.


Almennt

Venus er önnur reikistjarna frá sólu og er sú sjötta stærsta. Hún er ein af fjórum innri reikistjörnunum og sú heitasta af öllum reikistjörnunum. Venus hefur ekkert segulsvið, væntanlega af sökum hægs möndulsnúnings (sjá síðar). Sólin rís í vestri og sest í austri.

Sporbraut Venusar er sú sem kemst næst því að vera hringlaga, með aðeins 1% skekkju. Venus er nefnd eftir rómversku gyðjunni Venus, gyðju ástar og fegurðar. Nafnið kemur líklega komið út af lit og birtu Venusar séð frá Jörðu, en hún er talin mjög falleg. Í kínverskri, japanskri, kóreskri og víetnamskri menningu er Venus kölluð Málmstjarnan, byggt á frumefnunum fimm. Venus hefur engin tungl.

Venus er bjartasti hluturinn frá Jörðu fyrir utan Sólina og Tunglið, af þeim ástæðum hefur hún verið þekkt frá forsögulegum tímum. Venus var oft talin vera tveir hlutir, þ.e. morgunstjarnan Eosphorus og kvöldstjarnan Hesperus.
Venus er sú reikistjarna sem líkust er Jörðinni og er það út af ýmsum ástæðum :

Hún er aðeins örlítið minni en Jörðin (95% af þvermáli Jarðar og 80% af massa hennar.)
Báðar hafa þær fáa loftsteinagíga á yfirborði, sem bendir til þess að þær séu ungar.
Eðlisþyngd þeirra og efnafræðileg samsetning eru svipuð.

Fjandsamleg lífsskilyrði

Þrýstingur lofthjúpsins við yfirborð Venusar er 90 loftþyngdir, sem er nokkurn veginn sami þrýstingur og 1km í höfum Jarðar. Lofthjúpurinn er að mestu leiti úr koltvíoxíði, og honum má skipta í nokkurra kílómetra þykk lög sem samsett eru úr brennisteinssýru. Það er út að þessum skýjalögum að við sjáum ekki yfirborð Venusar í gegnum sjónauka.

Þéttur lofthjúpur Venusar hefur valdið þar gróðurhúsaáhrifum. Út af þessum áhrifum fer yfirborðshiti hennar oft upp í 450°C. Sem er tvöfalt meiri hita en á Merkúríus þótt að hún sé tvöfalt lengra en Merkúríus frá Sólu.

Lengd dagsins á Venusi eru 243 jarðardagar, sem er minna en ár þess, en það tekur 224 daga fyrir hana að snúast um Sólu.
Á síðustu öldum hafa margir fróðir menn fullyrt að þarna væri að finna líf, en svo er augljóslega ekki.

http://is.wikipedia.org/wiki/Venus_%28reikistjarna%29




Geimför og Venus

Fyrsta geimfarið sem flaug framhjá Venusi hét Mariner 2 en það gerðist árið 1962. Fyrsta geimfarið sem lenti á Venus var sovéska geimfarið Venera 7. Hinsvegar var það Venera 9 sem tók fyrstu myndirnar af yfirborði Venusar :

Myndir


Árið 1990 fór síðan bandaríska sporbaugsfarið Magellan á braut um Venus og kortlagði 98% yfirborðsins með ratsjá.

http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=2254

Gyðjan Venus og fyrirbæri á Venus

Upphaflega var gyðjan Venus akuryrkjugyðja áður en hún sameinaðist grísku Afródítu. Hún var dóttir Júpíters og meðal ástmanna hennar voru Mars og Vúlkan. Sonur hennar var Amor sem fæddist í gulleggi. Mikilvægi Venusar jókst með áhrifum frá nokkrum rómverskum stjórnmálaleiðtogum.

Einræðisherrann Lúkíus Kornelíus Súlla gerði Venus að verndara sínum og bæði Júlíus Sesar og Ágústus keisari röku ættir sínar til hennar. Eldfjallið Sif era ð finna á Venusi. Fjallið Gula Mons er svo nefnt eftir lækningagyðjunni Súmera. Meðal annarra nafna á Venus eru María Stúart (Skotadrottning) og Ísabella Spánardrottning.