Neptúnus er heitið á sjávarguð Rómverja. Heitið Neptúnus var gefið vegna þess að blá metan ský þekja plánetuna.
Úranus og Néptúnus eru oft kallaðir tvíburarisarnir því þeir eru mjög svipaðir að stærð og massa. Neptúnus er samt minni en massameiri. Massi Neptúnusar er 17 sinnum meiri en jörðin. Miðbaugs þvermál sirka 4000 sinnum þvermál jarðar. Hitinn efst í skýjunum kann að fara niður í -200°C. Yfirborð Neptúnusar er vatni og fljótandi metan en bergkjarni er undir því.
Þegar Úranus fannst uppgötvuðu vísindamenn að það var skekkja í sporbaug plánetunnar. Þar með töldu Stjörnufræðingar að það væri önnur stjarna utar en Úranus. Breski stjörnufræðingurinn John Couch gerði útreikninga hvar þessi reikistjarna ætti að vera, á svipuðum tíma gerði franski stjörnufræðingurinn Urbain Jean Joseph Levaerrier sömu útreikninga og fékk sömu niðurstöðu. Þjóðverjinn Johann Gottfried Galle tók þessa útreikninga alvarlega og fór að leita að þessari reikistjörnu og fann hana strax fyrstu nóttina sem hann leitaði.
Neptúnus hefur 11 tungl og fundust þrjú þeirra nýlega og er ekki enn búið að gefa þeim venjulegt nafn. Stærsta tungl Neptúnusar er Tríton. Tríton er eitt af fáum tunglum í sólkerfinu sem gengur réttsælis umhverfis reikistjörnu sína. Ekki er fullkomlega vitað hvers vegna það snýst svona, en ýmislegt bendir til þess að Tríton hafi upprunalega verið frjáls hnöttur sem Neptúnus hafi fangað.
Neptúnus hefur 6 hirngi í kringum sig samkvæmt nasa database. Hringirnir eru úr rykögnum sem mynduðust þegar loftsteinar rákust á fyrrverandi tungl Neptúnusar fyrir nokkrum milljónum ára.
Þess má til gamans geta að að sporbaugur Plútó og Neptúnusar skerast ef við horfum ofan á brautarsléttu eða -plan sólkerfisin. En sökum þess að sporbaugur Plúto hallar en ekki sporbaugur Neptúnusar þá geta pláneturnar ekki rekist saman.
Brostu framan i heiminn og hann lemur thig til baka i andlitid…