Þrátt fyrir að vera bara með framhaldsskóla eðlisfræðina bak við eyrun, þá fór ég að hugsa í gærkvöldi um E=mc2 og hvernig heimurinn varð til, hvernig hann er og hvernig honum muni ljúka, veit ekki afhverju, kanski tilvistarkreppa, en jæja hér er það…
Mér fannst ég svara þessum spurningum svo vel, að ég má til með að bera það undir ykkur sérfræðingana hér á geimvísindi.
Þetta verður allt stutt og laggott og án gífulegra röksemda, enda veit ég ekkert um krafta alheimsins, mig langar bara að vita hvort ég hafi náð þessu nokkurnvegin rétt.
1) Heimurinn verður til við miklahvell, fyrir það var allt efni í heiminum á einum stað.
2) Heimurinner að þenjast út í dag og á eftir að halda áfram að þenjast ú í einhvern tíma, þar til einhverskonar orka sem myndast í tómarúminu milli stjarnana hættir að geta knúið þessa þenslu áfram ( minnir að þetta hafi ég lært úr þáttunum „the elegant universe“ með Sam Neil, nema þar er sagt að þessi efni sem birtast í örskotsstund og skilji eftir sig smá orku eigi eftir að knýja þensluna 4ever.
3) Hvernig endar heimurinn þá?
Leið 1 = hann þennst út endalaust
Leið 2 = hann fellur saman þegar orkan sem knýr þensluna verður ekki næg til að halda aftur af kröftunum sem draga „massa“ heimsins saman..
En já, hvaða efni og orka er þetta sem er að birtast í einhverju tómarúmi og knýr þessa þenslu áfram?
Ljós, mundi ég halda. Orka er skv. E=mc2 (ef maður er voða bákstafslegur) en hraði er afstæður, þar sem hann miðast alltaf við eitthvað annað, t.d. ef þú ert í lest og ert að labba í matarvagninn fremst, þá ert þú að fara hraðar en lestin, og þegar þú labbar til baka þá ferð þú hægar, báturinn og áin, flugvélin og vindurinn.
En þegar sólir heimsins fara að brenna út hver af annarri og birta í heiminum verður minni, varmi plánetana fjarar út þá mun allt stoppa.
Eina orkan sem eftir verður mun vera stöðuorka plánetanna = þyngdaraflið. Þegar engir aðrir kraftar trufla það er óhjákvæmilegt að hugsa sér að allt efni í heiminum muni að lokum dragast að hvoru öðru, að stöðuorkan breytist í hreyfiorku þegar allt efni er komið á upphafspunkt , þ.e.a.s. stöðuorka verður = 0 og myndar þar nýjan upphafspunkt.
Einhvernvegin sé ég ekki fyrir mér að hægt sé að knýja stækkun í heiminum þegar allar pláneturnar verða „dauðar“.