PS, Já ég veit að þetta er frekar langt fyrir huga-grein :)
Almennt:
Áhugaverð spurning sem ábyggilega margur krakkinn hefur hugsað með sér eða jafnvel spurt einhvern eldri að er líklega “er hægt að hoppa svo hátt að maður flýgur út í geim og lendir aldrei” og svarið við henni hjálpar að vissu leyti við almennan skilning á svartholum. Þegar krakkinn reynir að framkvæma þessa tilraun sína af öllum sínum mætti kemst hann fljótlega að því að hann kemst ekki hátt, jafnvel ekki þó hann hoppi eins hátt og hann getur á trampólíninu sínu. Þyngdaraflið vinnur hann í hvert skipti og stuttu seinna áttar hann sig á því að áætlunarverk hans sé ekki að fara að takast.
Seinna þegar hann verður eldri mun hann eflaust komast í skilning um að mannslíkaminn er alls ekki nægilega öflugur til þess að fleyta manni af plánetunni okkar einn síns liðs, vegna þess að hraðinn sem hlutur sem hann þyrfti að hafa til þess að ferðast endanlega út í geim væri > 11 km/s. Þetta er m.a ástæðan fyrir því að við ferðumst í risastórum og gríðarlega öflugum geimflaugum sem brenna meira bensíni en nokkur hlutur ætti að gera, þegar okkur langar til þess að sleppa undan þyngdarafli Jarðarinnar. Sé einhverjum hlut “skotið” nægilega fast nær hann að sleppa “escape-velocity” Jarðarinnar en escape-velocity er einfandlega sá hraði sem hlutur þarf að hafa til þess að sleppa undan þyngdafli ákveðins massa, t.d. plánetunni okkar. En bíðum nú aðeins, samkvæmt Albert Einstein og afstæðiskenningunni þá er til „mesti“ hraði í heiminum, ljóshraði (299,792,458 m/s). Hvað gerist ef escape-velocity plánetu er meiri en sá hraði? Með öðrum orðum hvað ef þyngdarafl plánetu er nægilegt til þess að hindra allt í að sleppa frá sér, jafnvel ljós? Þá erum við komin með fyrirbæri sem nefnist Svarthol.
Svartol er einmitt “pláneta” þar sem escape-velocity nær yfir hinn mesta hraða sem við þekkjum. Þó skal passa sig á því að hugsa ekki um þennan hlut sem plánetu eins og við þekkjum t.d. í sólkerfinu okkar því að hinir gríðarlegu kraftar hennar hafa kramið plánetuna sjálfa óendanlega mikið í ferlinu sem skapaði svartholið og hinir gríðarlegu kraftar sem verka í kringum slíkan hlut gera þetta að einu undarlegasta fyrirbæri sem við þekkjum í dag.
Svarthol myndast við það að stór stjarna, a.m.k. 3x massa meiri en sólin okkar gengur undir ferli sem kallast “gravitational-collapse”. Venjuleg stjarna nýtir sér krafta kjarna-samruna sem á sér stað í kjarna stjörnunnar til þess að vinna gegn hinum gríðarlega þyngdarkrafti sem vinnur einnig á móti svo stórum hlut. Stórum mössum eða mössum almennt fylgir þyngdarafl sem er í beinu hlutfalli við stærð hlutar. Þegar stjarnan verður svo gömul og klárar “bensínið” sitt sem í þessu tilviki er kjarna-samruni vetnis yfir í helíum, og klárar svo annað ferli þar sem hún tekur til þess í neyð að breyta helíumi í þyngri efni s.s. járn og nikkel, þá getur hún haft 3 mismunandi örlög áður en hún bókstaflega kremst í tætlur. Fyrri 2 örlögin eiga aðeins við um stjörnur sem hafa massa á við rúmlega 2 og hálfa sólir okkar eða minni. Þessi 2 örlög ákveðast af innri kröftum atóma sem í skammtafræði nefnast “fermionic repulsion pressure“. Plánetur sem innihalda minni massa en 2.5 sólir verða í stuttu máli annaðhvort:
1. “Hvítur Dvergur”, en þá munu kraftar rafeinda í þyngri atómum plánetunnar loks verða nægilegir til þess að vinna gegn þyngdarkraftinum og stöðva frekari “þjöppun”.
2. “Nifteinda stjarna”, en þá munu kraftar nifteinda í atómum plánetunnar verða á endanum nægilegir til þess að vinna gegn þyngdarkraftinum og stöðva frekari “þjöppun”.
Sé stjarnan rúmlega 3x massa meiri en sólin okkar eða stærri, munu hvorki kraftar rafeindanna né neifteindanna í atómum hennar ná að vinna gegn hinum gríðarlega þyngdarkrafti sem verkar á plánetuna og hún mun því leggjast saman í svarthol.
Ágiskaður aldur alheimsins (13.7 milljarð. ár) er nokkrum sinnum líftími “medium” stjarna. Það þýðir að það hljóti að hafa verið fullt af stjörnum a.m.k. 3x sinnum stærri en sólin okkar sem hafa klárað eldsneyti sitt og lagst saman á þessum tíma. Alheimurinn okkar ætti því að innihalda aragrúa af svartholum samkvæmt almennu módeli stjörnufræðinga um myndun alheimsins (Big bang). Svarthol sem hafa myndast af gravitational-collapse einstakra stjarna ættu að hafa massa frá 3 til rúmlega 100 sinnum massa sólarinnar okkar og kallast því einstaklega skemmtilega nafni “Stellar-mass black holes”.
Þó er til önnur aðferð sem svarthol geta myndast við, það gerist við gravitational-collapse sem á sér stað í miðju, risa hóps af stjörnum. Þær tegundir af svartholum verða töluvert massa meiri og stærri en sólin okkar og eru margir á því að slík svarthol sé að finna í miðjum flestra ef ekki allra galaxía þ.á.m. Vetrarbrautinni okkar.
Þessa mynd fann ég af svarholi á netinu ásamt mjög fróðlegum upplýsingum. Svarthol þetta er að finna í miðju á sólkerfinu “NGC 7052”. Umhverfis það er bjart ský af ryki rúmlega 3.700 ljósár á breidd. Massi þessa svarthols er rúmlega 300 miljón sinnum massi sólarinnar okkar! Áður en við förum enn fremur í svartholin sjálf er vert að lýta aðeins yfir sögu svarthola í stjörnufræði samfélaginu.
Saga Svarthola:
Það var fyst maður að nafni John Mithcell sem árið 1783 gaf út hugmynd um massa sem var svo gríðarlegur að ekki einu sinni ljós gæti sloppið frá honum en á þeim tíma voru kenningar Isaac Newtons um þyngdarafl og um “escape-velocity” vel þekktar. Mitchell hélt því fram að stjarna með 500 sinnum meiri radíus en Sólin og sama þéttleika, myndi hafa á yfirborði sínu “escape-velocity” sem væri jafn ljóshraðanum, þ.a.l. gerandi stjörnuna ósýnilega vegna meðfylgjandi hegðunar slíkra hluta. Þó svo að hann teldi það ólýklegt, taldi Mitchell að möguleikinn væri fyrir hendi að margar slíkar stjörnur væri að finna í geimnum, við gætum bara ekki séð þær.
Árið 1796 kom svo franskur stærðfræðingur að nafni Pierre-Simon Laplace fram með sömu hugmynd í fyrstu tveim heftum sínum af bókaröð sinni “Exposition du Systeme du Monde”. Hugmyndin sjálf hvarf svo í seinni heftum bókar hans vegna lítillar athygli. Hugmyndin náði lítilli athygli á 19. öldinni þar sem menn héldu þá almennt að ljósið væri massalaus bylgja, hún yrði þess vegna ekki fyrir áhrifum þyngdarafls.
Árið 1915 þróaði Albert Einstein kenningu sem átti m.a. við um þyngarafl, Afstæðiskenninginuna en þar á undan hafði hann sýnt fram á að þyngdarafl hefði áhrif á ljós öfugt við það sem margir héldu á þessum tíma. Nokkrum mánuðum seinna gaf svo maður að nafni Karl Schwarzschild út jöfnu fyrir hegðun þyngdarafls kringum massa, sem sagði okkur að það sem við nú köllum svarthol gæti fræðilega verið til staðar í alheiminum. Schwarzschild radius er almennt þekkt núna sem radíus svarthola sem snúast ekki.
Subrahmanyan Chandrasekhar hélt því fram í kringum 1920 að afstæðiskenningin sýndi fram á að dauð stjarna sem hefði yfir 1.44 sólarmassa, það sem nú er þekkt sem “Chandrasekhar limit”, myndi leggjast saman þar sem það var ekkert þekkt á þeim tíma sem myndi stoppa hana frá því að leggjast saman. Rök hans voru svo seinna dregin í efa af Sir Arthur Eddington, sem trúði því að eitthvað myndi óhjákvæmilega stöðva samdráttinn. Báðir höfðu rétt fyrir sér þar sem stjarna sem er massífari en Chandrasekhar limit mun leggjast saman í Neutron-stjörnu og stoppa þar. Samt sem áður mun þyngdarafl stjörnu sem er með massa yfir 3 Sólum yfirbuga alla krafta þ.a.m. krafta atómanna sem byggja plánetuna upp.
Seinni kenningar sem komu fram í kringum 1940, gáfu enn fremur í skyn að nægilega massa miklar stjörnur gætu gengist undir gríðarlega þjöppun vegna þyngdarafls og að svarthol gætu myndast í alheiminum. Almennur áhugi stj.samfélagsins á svartholum fór samt ekki í gang af alvöru fyrr en í kringum 1960. Flestir stjörnu- og eðlisfræðingar héldu að þetta væri bara undarlegur eiginleiki einhverrar útkomu frá rannsóknum Karl Schwarzschild og að hlutir sem féllu saman í náttúrunni gætu ekki myndað svarthol.
Árið 1967 var áhuginn þó kveiktur af alvöru, að mestu leyti vegna ýmissa tilrauna frá Stephen Hawking og Roger Penrose en þeir sönnuðu að svarthol væru óhjákvæmilegur hlutur í afstæðiskenningu Einsteins og væru hreinlega óhjákvæmilegur hlutur í nátturunni. Áhugi stjörnufræði samfélagsins var sem aldrei fyrr og seinna fékk hugtakið “svarthol” mikla útbreiðslu m.a. eftir að hafa komið fram í vinsælu þáttunum “Star Trek” en áður fyrr hafði fyrirbærið verið kallað ýmsum öðrum nöfnum s.s. Dark star eða Frozen star.
Myndun Svarthola:
Afstæðiskenningin segir okkur ekki einungis að svarthol geti verið til heldur gefur í skyn að þau myndist í náttúrunni í hvert sinn sem nægilega miklum massa sé þjappað í nægilega lítið svæði. Til dæmis ef að sólinni okkar yrði þjappað saman í hnött með radíus þriggja kílómetra (fjórir milljónasti af núverandi stærð hennar), af einhverjum ýminduðum krafti, þá myndi hún verða að svartholi. Þó skal einnig hafa í huga að svarthol hafa ekki meiri áhrif á umhverfi sitt frekar en stjarna með sama massa myndi hafa, það myndi þýða að þó að sólin okkar myndi skyndilega breytast í svarthol myndum við þó enn haldast á sporbraut okkar í kringum svartholið. Þannig skal varast að hugsa þannig að svarthol rústi öllu sem kemur nálægt því, svarthol er jú bara massamikil pláneta á litlu svæði. Hlutir skulu bara reyna halda sig í öruggri fjarlægð vilji þeir ekki hverfa.
Þegar massa plánetu er þjappað meir og meir saman eykst þyngdarafl hennar eða eins og afstæðiskenningin segir, “bjagast” geimurinn í kringum hana meir og meir. Á endanum verður þyngdaraflið svo sterkt að ekkert sleppur í burtu, “event-horizon” myndast og allir hlutir sem koma þangað inn fyrir eiga þau óheppilegu örlög lengjast í spaghettílengju, endanlega leysast svo upp í frumeindir og leggjast svo saman við “singularity” sem er kjarni svartholsins eða “plánetan” sjálf.
Tökum dæmi um plánetuna X. Plánetan hefur eytt allri ævi sinni í hjarta sólkerfis síns. En ekkert endist að eilífu og í hárri elli sinni fer hún að klára vetnið í kjarna sínum. Geislunin út frá kjarnanum fer dvínandi og hægt og bítandi fer þyngdarafl hennar að kremja hana inná við. Þjöppun kjarnans eykur hitastigið í kjarnanum og gerir henni kleift að brenna restinni af efninu sínu í orku. Stjörnunni er þannig bjargað frá frekari þjöppun, en aðeins í bili.
Að lokum brennur hún alveg upp varabirgðum sínum og kjarninn leggst saman. Hversu mikið hann leggst saman, í hvernig hlut og á hvaða hraða ákvarðast af endanlegum massa plánetunnar og hversu mikinn kraft afgangsefnið getur framkallað til þess að vinna gegn þyngdarkraftinum. Sé stjarnan nægilega stór, eins og hefur verið talað um áður, getur hún lagst saman í svarthol. Ef eins og áður var sagt, hún er ekki nægilega stór, þá endar hún sem hvítur dvergur eða nifteindastjarna.
Tegundir af svartholum
Hér ætla ég að fara út í að skýra 2 helstu tegundir af svartholum sem finna má í alheiminum en það eru þau sem snúast ekki og nefnast Schwartzschild svarthol og svo þau sem snúast og kallast Kerr svarthol.
Ytri jaðar svarthola kallast eins og áður var sagt event-horizon vegna þess að engar upplýsingar sem eiga sér stað innan þess getur skilað sér til baka út í heiminn. Að vegalengd frá kjarna svartholsins sem nemur 1.5 radíus event-horizonsins liggur svæði sem kallast “photon-sphere”, þar er þyngdarafl svartholsins ekki nægilegt til þess að toga ljós inn fyrir event-horizonið en samt nægilegt til þess að hindra að það sleppi burt. Ljóseindir eru þessvegna fastar inná þessu svæði að eilífu, á sporbraut um svartholið.
Ef við reiknum með að einhver væri svo brjálaður að vilja ferðast ofan í svarthol í þágu vísindanna þá er skemmtilegt að ýminda sér hverju hann myndi lenda í á leiðinni.
Er hann ferðaðist í gegnum photon-sphereið þá myndi hann mæta og ferðast í gegnum gríðarlega öflugt ljós. Þegar hann færi svo úr ljósinu þá myndi hann finna sjálfan sig í algeru myrkri. Hann myndi síðan finna sjálfan sig auka hraða sinn að ótrúlegum mörkum. Er hann nálgaðist svo event-horizonið þá myndi hann finna fyrir stjarnfræðilega stórum kröftum. Fætur hans myndu nú allt í einu vera trilljónum tonnum þyngri en höfuð hans og svo á einu augnabliki myndi hugrakki ferðalangurinn leysast upp í frumeindir. Leifar hans myndi síðan leggjast saman við singularityið og jarðlegar leifar hans þannig hverfa að eilífu.
Á meðan Schwartzschild svartholin eru áhugaverð þá munu þau því miður líklegast ekki finnast í geimnum, allaveganna ekki í bráð. Þar sem fyrirbærin myndast frá stjörnum og þar sem allar stjörnur snúast að einhverju leyti, þá getum við áætlað að öll ef ekki flest svarthol sem munu finnast muni snúast. Vegna erfiðleika á því að finna lausnir út frá kenningum Einsteins þá fundust jöfnur fyrir snúandi svarthol ekki fundnar fyrr en árið 1963 af Roy P. Kerr, áströlskum stærðfræðingi sem fann jöfnuna “óvart” meðan hann var að vinna að öðru vandamáli. Snúandi svartholin eru mjög lík Schwartzschild svartholunum en með nokkra mun áhugaverðari eiginleika.
Það fyrsta sem geimfarinn okkar myndi finna fyrir á ferð sinni ofan í Kerr svarthol væri það að hann myndi finna fyrir því að verið væri að draga hann um holuna meðan hún væri að snúast. Fyrir snúandi svarthol þá eru enn ein ósýnileg mörk sem kallast “stationary-limit”. Innan þessara marka getur ekkert sloppið við það að dragast um geiminn nema það geti ferðast hraðar en ljósið sem eins og áður var nefnt ekki möguleiki eins og er. Geimfarinn gæti því sloppið við það að dragast í hringi á limitinu og haldist kyrr ef hann gæti haldið sjálfum sér á ljóshraða.
Svæðið milli stationary-limitsins og event-horizonsins kallast “ergosphere” og hefur það frekar óvenjulegt lag. Það snertir event-horizonið á pólunum og teygir sig svo út að vegalengd jöfnum radíus event-horizons af Schwartzschild svartholi með sama massa. Kerr svarthol eru einnig frábrugðin Schwartzschild svartholum fyrir innan event-horizon þeirra. Singularityið tekur einnig á sig
form hrings. Eðlisfræðingar hafa einnig komist að því að slíkt singularity er “tíma-legt” öfugt við “rúm-legt” singularity Schwartzschild svarthola. Í stuttu máli þýðir það að aðeins hlutir sem kæmu inn fyrir event-horizonið á “miðbaug” svartholsins myndu eyðileggjast í singularity svartholsins. Hluti af lausnum Kerr´s sína að svæðið innan slíks singularity er einn áhugaverðasti hlutur sem til er. Þetta er svæði neikvæðs tíma-rúms! Á meðan almenn meinig þess hugtaks er enn deilumál meðal vísindamanna þá eru flestir sammála um að þetta sé svæði þar sem þyngdarafli er snúið við í kraft út á við frekar en inn á við eins og hann vanalega er. Aðrar kenningar hafa haldið því fram að innan þess svæðið hefðu hlutir neikvæðan radíus, þó hefur enginn fundið neinn skilning í því hugtaki hingað til. Nú mun ég fara yfir fleiri áhugaverða eiginleika svarthola.
Nakin singularity
Annar mjög áhugaverður eiginleiki Kerr svarthola er sá möguleiki að þau geti þróast í “nakið” singularity. Samkvæmt þekktum lögum eðlisfræðinnar ætti snúandi svarthol að snúast æ hraðar er radíus þess færi minnkandi. Eftir langt slíkt ferli þá ætti event-horizon slíks svarthols að vera að snúast á hraða meiri en ljóshraða. Á þeim tíma myndi event-horizonið einfaldlega hverfa burt skiljandi singularityið eitt eftir. Þar sem singularityið væri eitt og sér myndi það þýða að við gætum ferðast frjáls að og frá singularityinu. Á meðan enginn hefur enn sannað að slík fyrirbæri geti ekki verið til, þá trúa þó flestir þeirra að svo sé. Innan event-horizons þá er singularity örugglega haldið frá umheiminum en þegar það væri “laust” væri það frjást til þess að hafa samskipti við umheiminn með allri sinni andúð á þekktum reglum eðlisfræðinnar. Til þess að sýna fram á hversu ótrúlegt það væri að hafa slíkan hlut lausan í alheiminum þá hafa menn komist að því að það eitt að fara á sporbraut um singularity gæti gert þér kleyft að ferðast til hvaða tíma sem er í fortíðinni.
Samhliða alheimar
Af öllum skrítnum eiginleikum svarthola þá er varla hægt að sleppa því að tala lítillega um þann sem fjallar um samhliða alheima eða parallel-universes. Í stuttu máli þá segja aðrar jöfnur frá kenningum Einsteins að þessi svarthol geti einnig virkað sem brýr yfir í aðra alheima. Eins og allir sci-fi aðdáendur vita þá er samhliða alheimur algerlega sjálfstæður okkar alheimi. Meðal pælinga um slíka staði þá er sú hugmynd til að þar gætu fundist samhliða útgáfur af okkur sjálfum sem ættu heima þar og væru öll lifandi örlítið frábrugðnu lífum frá okkar eigin. Þessi hugmynd, þó hún sé klikkuð, er ekki alveg jafn brjáluð þegar litið er á hana gegnum hinn álíka skrýtna heim skammtafræði. Þó þarf varla að nefna að þessar hugmyndir hafa ekki enn við sannanir að styðjast.
Eru svarthol til í alvörunni?
Ef svarthol sogar allt efni og alla geislun ofan í sig sem kemur nálægt því hvernig væri þá hægt að finna slíkt fyrirbæri? Stjönufræðingar hafa fundið mjög sannfærandi sannanir fyrir tilvist þeirra á seinustu 15 árum þökk sé þróunum x-ray kíkja. Svarthol með stjörnu á sporbraut um sig ætti að vera að draga efni frá stjörnunni ofan í sig. Efnið myndi hringast í kringum svartholið líkt og vatn sem rennur gegnum niðurfall í baðkari. Þessi hringiða af efni þekkist meðal stjörnufræðinga sem “accretion-disk”. Þegar efnið kemst nær og nær event-horizoninu þá eykur það hraða sinn til muna. Efnið byrjar að hitna og skjóta frá sér rafmögnuðum ljóseindum (photons of electromagnetic energy). Mjög nálægt endalokum ferðalags síns þá gefur “stellar-gasið” frá sér gríðarlega orkumikla x-ray geisla. Þannig geta stjörnufræðingar horft út í geim og leitað að öflugum x-ray gjöfum sem virðast ekki koma frá neinu. Þegar búið er að finna x-ray gjafann er reynt að finna út hvort hann sé hluti af stjörnukerfi (binary star system), stjörnufræðingar geta þá reiknað út massann af ósýnilega hlutnum með því að fylgjast með hegðun stjarnanna kringum massann. Þegar búið er að finna út hve lengi það tekur stjörnuna að fara hring um x-ray gjafann þá er hægt að reikna út massa hans. Ef x-ray gjafinn hefur svo a.m.k 3 sinnum massa sólarinnar okkar þá eru stjörnufræðingar nokkuð vissir um að um svarthol sé að ræða. Margir hlutir sem falla undir ofarnefnda ferlið hafa fundist nú þegar t.d Cygnus X-1 og LMC X-3.
Lokaorð
Svarthol voru fyrst fundin ekki út í geimi heldur út frá reikningum við jöfnum Einsteins. Enn þann dag í dag eru flestir hlutir sem við vitum um þessi fyrirbæri fræðileg. Atburðirnir sem eiga sér stað í krignum þessi svarthol verða líka bara ótrúlegri og ótrúlegri þeim mun flóknari sem það verður hvort sem það er “einfalt” Schwartzschild svarthol eða gríðarstórt Kerr svarthol. Hvernig sem fer þá eru enn að hrúast inn fleiri og fleiri sannanir fyrir tilvist þessara fyrirbæra og fyrir stuttu trúðu menn alls ekki að þessi fyrirbæri gætu verið til, nú eru menn vissir um að ekki bara séu þau til heldur er þau að finna í gríðarstóru magni. Nú í dag trúa margir ekki að margir eiginleikar þeirra eins og t.d. nakin singularity og kenningar um samhliða alheima standist en ég segi bara að þangað til að það er annaðhvort sannað að þær standist eða ekki, þá eru þetta einir mest spennandi hlutir sem hægt væri að finna í alheiminum og ef við skyldum einhverntíman finna þá og geta rannsakað þá myndi það breyta öllum hugsunarhætti okkar um alheiminn. Rétt eins og að Einstein sjálfur trúði ekki að svarthol væru til en sannaði þó tilvist þeirra með kenningum sínum þá vona ég bara að þeir ótrúlegu vísindamenn sem eru að vinna að þessum svörum í dag haldi ótrauðir áfram hversu ótrúleg sem niðurstöður þeirra megi vera.
Nýlegar uppgötvanir
Árið 2004 fundu stjörnufræðingar hóp svarthola sem leiddi til nýrra kenninga um dreifingu svarthola um alheiminn. Vísindamenn trúa því nú að það séu rúmlega 5 sinnum fleiri svarthol til en áður var haldið.
Í júlí árið 2004 fundu stjörnufræðingar risa svarthol í kjarna galaxís, stærð og aldur þess geta hjálpað við að reikna út aldur alheimsins.
Í febrúar, 2005 fannst “blár risi” sem var að yfirgefa vetrarbrautina á tvöföldum escape-velocity (0.0022 ljóshraði). Leið hennar var hægt að rekja til kjarna galaxísins og hár hraði stjörnunnar styður kenningu um ofur-massíft svarthol í kjarna galaxísins.
Heimildir
http://www.damtp.cam.ac.uk/user/gr/public/bh_intro.html
http://www.faculty.iu-bremen.de/course/fall02/GeneralGeoAstro1/students/BlackHoles/AmruthaMehta.html
http://superstringtheory.com/blackh/blackh2.html
http://archive.ncsa.uiuc.edu/Cyberia/NumRel/BlackHoleAnat.html
http://cosmology.berkeley.edu/Education/BHfaq.html
http://en.wikipedia.org/wiki/Black_hole
http://science.howstuffworks.com/black-hole.htm
“A brief history of time” -Stephen W. Hawking
Þessi ritgerð er einungis inngangur að svartholum. Þar sem þetta efni er mjög erfitt að setja saman í eina svona ritgerð mæli ég sterklega með því að sá sem les þessa ritgerð lesi sér meira til um þetta efni á einum af eftirfarandi linkum, einnig er hægt að lesa sér meira til um skrýtna hluti sem tengjast þeim hér:
Hvíthol og ormagöng:
http://casa.colorado.edu/~ajsh/schw.shtml
Samhliða alheimar:
http://en.wikipedia.org/wiki/Multiverse_%28science%29
Ofur-massíf svarthol:
http://en.wikipedia.org/wiki/Supermassive_black_hole
Stephen Hawking:
http://www.hawking.org.uk/
Roger Penrose:
http://en.wikipedia.org/wiki/Roger_Penrose
Takk fyrir mig,
Balli.
Takk fyrir mig,