Upprunalega var þessi grein fyrirlestur hjá mér og vini mínum sem við héldum í skólanum okkar, þessi fyrirlestur var einn af mörgum ásamt nokkrum ritgerðum sem við áttum að gera.
Ég kem til með að senda eitthvað af þessum ritgerðum og fyrirlestrum hingað inn ef þær fá góðar móttökur. :)
Fyrstu skrefin.
Þann 2. janúar árið 1959 var Lunik 1 (Luna 1) skotið upp og stefnan tekin á tunglið, Luna 1 átti að vera á sporbraut um tunglið, þessi ferð rússneska rannsóknarfarsins misstókst með þeim afleiðingum að Luna 1 fór framhjá tunglinu og fór lengra. Á endanum fór Luna 1 að flakka í kringum sólina á nokkuð reglulegri sporbraut.
NASA sendi Pioneer 5-9 á sporbraut um sólina á árunum 1960-68. Sum af þessm förum eru enn að senda til jarðar nytsamleg gögn.
Meðan á kaldastríðini stóð þurfti að berjast um eitthvað og einn af þeim hlutum sem barist var um var m.a. geimferðir. Rússar og Bandaríkjamenn voru í keppni, hver gat komið sem flestum rannsóknarförum útí heiminn og hver gæti komist lengst og einnig hver væri fyrstur til að senda mann útí geiminn. Barrátta um hver gæti uppgötvað meira í heiminum á sem skemmstum tíma.
Rússar drógust aftur úr í þessari keppni þar sem þeirra för biluðu oft og NASA byggði alltaf 2 nákvæmlega eins för. Bandaríkjamenn voru því á undan að senda far framhjá Venusi. Farið Mariner 2 var fyrsta farið sem fór framhjá Venusi og það var í Desember 1962. Mariner 2 mældi m.a. hita á Venusi og tókst að staðfesta skringilegann snúnig Venusar (2,64° möttul halla og að Venus snýst öfugt um möttul sinn miða við aðrar plánetur, sem rekja mætti til áreksturs). Í júlí 1965 flaug svo Mariner 4, annað bandarískt rannsóknar far, framhjá Mars og það mældi lofthjúp og tók myndir af Mars.
Innri reikistjörnurnar.
Venus og Merkúr eru nær sólu en Jörðin, þær fara því styttri vegalengd um sólina og eru á meiri hraða en jörðin á ferð sinni um sólina. Því þurfa rannsóknarför að auka hraðann til að komast inní sporbraug þeirra.
Nokkrum árum eftir að fyrsta „fly-by“-ið, þá tókst vísindamönnum að koma einu fari í heimsókn inní sporbraut Venusar. Nokkur Rússnesk rannsóknarför reyndu að lenda á Venusi en misstókst. En það var ekki fyrr en árið 1967 sem Venera 4, rússneskt rannsóknarfar, sendi merki frá Venusi, 8 árum seinna sendi Venera 9 mynd af yfirborðinu og svo árið 1978 tókst Nasa að kortleggja landslag Venusar. Mariner 10 náði svo myndum af Merkúr 1974 en flaug als 3 sinnum framhjá Merkúr á árunum 1974-75.
Myndir af Mars.
3 för frá Bandaríkjunum náðu alls að mynda um 10% af landslagi Mars og senda til Jarðar, þessi för misstu hinsvegar alveg af öllum eldfjöllum á Mars. Hinsvegar árið 1971 tókst Nasa að koma Mariner 9 á sporbraut um Mars og það var þá sem menn fóru að taka eftir skemmtilegum hlutum á Mars. Mariner 9 tók myndir af allri Mars og náði því myndum af stórum eldfjöllum (Ólympus) og einnig tókst að ná myndum af gljúfrum sem hafa myndast útaf vökva (vatni)
Árið 1975 var svo skotið á loft tveim förum sem var stefnt til Mars, þetta voru Viking 1 og Viking 2, þessi för tóku myndir af Mars og gáfu mönnum hugmynd af hvernig veðurfar var á Mars. Viking hafði lendingarfar með sér sem það lét svo lenda á Mars til að leit af lífi á Mars.
Grand Tour.
Á 8. áratugnum röðuðust Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus í mjög sérstaka röð, sem var mjög hentug fyrir rannsóknarför jarðarbúa. Þessi röð varð til þess að rannsóknarförin gátu flogið milli plánetta með svokallaðri þyngdarafls teygjubyssu. Voyager 1 og 2 var sent útí geim árið 1977, Voyager 1 fór framhjá Júpíter í Mars 1979 og svo Satúrnus í Nóbember 1980. Voyager 2 fór svo framhjá Úranusi árið 1986 og svo Neptúnisi árið 1989. Þessi för gáfu okkur fyrst myndirnar af þessum risum.
Könnuðir á Mars.
Árið 1997 sendi NASA far á sporbraut um Mars til að taka myndir, á meðan þá lendir Mars Pathfinder, lítill landkönnunar bíll, á plánetunni og tekur jarðvegsýni.
Í kjölfarið voru fleiri för send á Mars og líkur á lífi á Mars fóru snarhækkandi. Ennþá í dag eru rannsóknarför að skoða Mars betur ásamt því að tveir bílar eru á Mars til að hjálpa jarð- og landfræðingum að átta sig betur á plánettuni og auðvitað í von um að finna líf. Spirit og Opportunity, landkönnuðir á Mars (sjá mynd hér til hliðar), hafa nú þegar fundið út að á Mars voru eitt sinn stór höf.
Framhjá tunglun Júpiters.
Voyager förin sem voru skotin í Grand Tour-num sýndu heillandi myndir af tunglum Júpiters sem vísindamönnun fannst vert að skoða betur. Gallíleó kannanum var skotið á loft árið 1989 og stefnan tekin á Júpíter en komst ekki á sporbraut um Júpiter fyrr en 1995. Með Gallíleó fylgdi lítill kanni sem sendur var inní andrúmsloft Júpíters, þar kannaði hann veðrakerfi Júpíters með Gallileó kannaði eldfjöll Io og önnur tungl Júpíters.
Gallíleó fann vísbendingar um höf undir frosnu yfirborði Evrópu, Ganymedes og Callistó.
Cassini og lengra.
Eftir að menn sáu hvað þeir lærðu af Gallileó kannanum var ákveðið að senda annað far til Satúrnusar. Þetta var Cassini geimfarið, því var skotið á loft árið 1997 og komst svo á sporbraut um Satúrnus árið 2004.
Til að Cassini kæmist svona langt útí geiminn var nauðsynlegt að fá hjálp sólkerfisins. Cassini flaug því tvisvar sinnum framhjá Venusi, einu sinni framhjá Jörðinni og fór nálægt Júpiter til að geta notað svipaða tækni og Voyager förin notuðu í Grand Tour-num.
Með í för var Huyges landkönnuður, hann lenti með fallhlíf á Títan í janúar 2005 og á leiðinni niður tók hann margar myndir og meðal annars myndir sem sýndu að á Títan er fljótandi metan í sama hlutverki og vatn á jörðinni.
Cassini er alls ekki búið að ljúka sínu verkefni þar sem það mun halda áfram að fylgjast með Satúrnusi og fara framhjá mörgum af fylgihnöttum hans. Cassini verkefnið ruddi brautina fyrir verkefnum eins og Prometheus, sem er kjarnorkuknúið geimfar sem er á áætlunn til að kanna tungl Júpiters.
Takk fyrir mig.
kv. Gíslinn