
Vonandi skemmtið þið ykkur vel við allt átið og pakkana um hátíðirnar.
Ég vil þakka fyrir greinarnar, myndirnar, þræðina og kannanirnar sem voru sendar inn á árinu, og vona að þið verðið virkari á næsta ári.
Svona til að virkja áhugamálið aðeins ætla ég að halda greinasamkeppni, sem byrjar núna og endar í janúarlok. Þemað er sólkerfið okkar.
Ég set takmarkið við að lágmark þrjár greinar verði að berast í keppnina svo kosning geti farið fram.
Í byrjun febrúar mun ég svo setja upp könnun þar sem hægt er að kjósa hver á bestu greinina.
Verðlaunin eru *knús* frá mér.
Merkið greinarnar sem: Greinasamkeppni - “Nafn greinar”.
Hugmyndir um efni í greinar:
-Reikistjörnur
-Tungl
-Sólin
-Jörðin í geimnum
-Halastjörnur
-Smástirni / smástirnabelti
-Geimferðir (geimför og geimfarar)
-Gervihnettir
-Lofthjúpur jarðar
-Loftsteinar og stjörnuhröp
-Stjörnuskoðun
-Vatn á Mars
-Geimstöð á Tunglinu
-Dvergreikistjörnur
-Sól- og tunglmyrkvar
Það er svo mikið sem er hægt að skrifa um, svo þið ættuð ekki að vera í vandræðum með að finna efni. Vonandi taka margir þátt, svo áhugamálið geti verið aðeins virkari á komandi ári.
Endilega hafið svo samband ef það eru einhverjar spurningar eða hugmyndir.
Kær kveðja, neonballroom.