Ég vil byrja á því að óska notendum áhugamálsins gleðilegra jóla, þar sem við fögnum fæðingu jólasveinsins og hækkandi sól.
Vonandi skemmtið þið ykkur vel við allt átið og pakkana um hátíðirnar.
Ég vil þakka fyrir greinarnar, myndirnar, þræðina og kannanirnar sem voru sendar inn á árinu, og vona að þið verðið virkari á næsta ári.
Svona til að virkja áhugamálið aðeins ætla ég að halda greinasamkeppni, sem byrjar núna og endar í janúarlok. Þemað er sólkerfið okkar.
Ég set takmarkið við að lágmark þrjár greinar verði að berast í keppnina svo kosning geti farið fram.
Í byrjun febrúar mun ég svo setja upp könnun þar sem hægt er að kjósa hver á bestu greinina.
Verðlaunin eru *knús* frá mér.
Merkið greinarnar sem: Greinasamkeppni - “Nafn greinar”.
Hugmyndir um efni í greinar:
-Reikistjörnur
-Tungl
-Sólin
-Jörðin í geimnum
-Halastjörnur
-Smástirni / smástirnabelti
-Geimferðir (geimför og geimfarar)
-Gervihnettir
-Lofthjúpur jarðar
-Loftsteinar og stjörnuhröp
-Stjörnuskoðun
-Vatn á Mars
-Geimstöð á Tunglinu
-Dvergreikistjörnur
-Sól- og tunglmyrkvar
Það er svo mikið sem er hægt að skrifa um, svo þið ættuð ekki að vera í vandræðum með að finna efni. Vonandi taka margir þátt, svo áhugamálið geti verið aðeins virkari á komandi ári.
Endilega hafið svo samband ef það eru einhverjar spurningar eða hugmyndir.
Kær kveðja, neonballroom.