Ég skil núna hvað þú átt við með guð, ég hélt þú værir að tala um þennan guð kristinnar trúar sem skapaði himin og jörð á 7 dögum, skapaði svo Adam og Evu og allt það.
En hversvegna kallarðu þetta afl guð? Jújú, ég trúi því að ef þú lætur einhverja atburðarás endurtaka sig, þá mun hún í 99.99%* tilvika leiða að sömu niðurstöðu, hafa sömu afleiðingu. Þetta þýðir að alheimurinn getur í raun bara verið eins og hann er, og smá röskun af manna völdum hafa óhjákvæmalegar afleiðingar(slæmar); gætir túlkað á þann veg að guð sé að refsa. Þar sem náttúran refsar, eða, náttúran er guð. Guð er hugtak yfir eitthvað miklu stærra en þetta afl skv. biblíunni. Guð er þá orðið hugtak yfir allt, og er þá hætt að hafa merkinguna “guð”, er orðið samheiti yfir flóknar atburðarásir, víxlverkanir, og sköpun lífs. Guð er þá valdur alls, án þess að nota “galdra” -líkt og þú segir. Guð notast við almenn náttúruöfl, sem gætu hvort sem er einungis gengið á einn veg.
En hversvegna viltu þá segja að þú trúir á guð, því guð er einhver yfirnáttúruleg vera, skapari alls.
Finnst það hálfgerð þversögn að segjast trúa á guð, og að segja að menn þurfi að trúa á guð til að geta staðið í þessum pælingum, en segir svo sjálfur að það sé ekki til neitt yfirnáttúrulegt. Það sem þú trúir á og kallar guð, er í raun eitthvað allt annað en þessi týpíski “guð” og það getur ruglað fólk ef þú segist trúa á hann.
svinnakjöt er ekki gott fyrir hjartað á sjúklingum með hjartasjúkdóma
Ertu þá að tala um beikon eða allt svínakjöt? Því það hlýtur að vera einhver partur svínakjöts sem er ekki óhollur.
Svo svipar þetta smá til spámanna, sumir spámenn segja eitthvað svakalega gáfulegt, og svo einhverjum 100 árum síðar þá gengur það eftir.
-Það tel ég einskæra tilviljun, maðurinn sá ekki fram í tímann, hann sagði eitthvað sem gat ekki annað en staðist einhvern tímann. Það hafa margir sagt margt sem hefur ekki staðist, og þó svo að einn segir eitthvað sem stenst, hundruðum eða þúsundum árum síðar, er ekki þarmeð sagt að hann hafi fengið vitrun frá guði eða hafi séð fram í tímann. Þetta var einfaldlega “heppni”.
Vinur minn var að labba á milli A og B, hann labbar þessa leið mjög oft og fer alltaf sömu leið. Eitt skiptið þá fær hann tilfinningu, að fara ekki þessa leið, heldur labbar aðra leið. Á leiðinni gerðist eitthvað merkilegt sem ég ætla ekki að fara úti, en hann sagði við mig, að þetta hafi ekki verið tilviljun.
Ég vil hinsvegar meina að þetta hafi verið tilviljun. Ef hann hefði ekki farið þessa leið, þá hefði þetta ekki gerst og hann hefði ekki pælt meira í því. Á hverjum degi gerum við eitthvað nýtt, þó það séu bara smávægilegar breytingar og ekkert merkilegt gerist. En þegar við breytum til, og eitthvað merkilegt gerist, þá kallar fólk það ýmsum nöfnum svosem örlög, vitrun eða raun hvað sem er, og getur ekki útskýr það.
Þetta er svipað og með Jörðina, við værum ekki hér, ef það væri ekki vatn. Þýðir það að vatnið sé hér því við erum heppin? Nei. Þýðir það að guð hafi sett það þarna, því annars gætum við ekki lifað? Nei.
Staðreyndin er sú að þó svo að við höldum að eitthvað sé að gerast því það
átti að gerast
þá getur það verið algjör tilviljun*, því þú myndir ekki pæla í þessu ef það hefði ekki gerst, og það getur
allt gerst.
*99.99% -Ég segi ekki 100% vegna þess að ákveðin orsök leiða ekki alltaf að sömu afleiðingu, því minni sem orsökin eru því breytilegri getur afleiðinginn verið, t.d. ef bolti lendir á vegg, þá mun hann skoppa til baka, ég byggi þetta á endurtekinni reynslu, hinsvegar, ef rafeind lendir á vegg, er algjörlega tilviljana kennt hvort hún fari í gegn, eða “skoppi” til baka.
*tilviljun. Ég trúi ekki á þessar hefðbundnu tilviljanir, að eitthvað gerðist og hefur enga ástæðu. Það er jú einhver ástæða fyrir því að menn breyta til. Það er alltaf einhver ástæða fyrir öllu. Þetta hljómar kannski eins og þversögn hjá mér, að tilviljun sé samt ekki tilviljun. En það sem ég meina er að það gerist ekkert uppúr þurru, en það gerist heldur ekkert því það átti að gerast eða því það var “fyrir fram ákveðið” af æðri mátti. Hinsvegar teljum við ástæðuna fyrir því að eitthvað gerðist aðra en hún í raun er, og það er það sem ég kalla tilviljun. Ef þú telur að eitthvað gerðist fyrir þá sök að “guð” hafi leitt þig, þá segi ég nei, þetta var tilviljun, þ.e. ástæðan var allt önnur, hún gæti hafa verið skapið sem viðkomandi var í, eða aðrir þættir sem höfðu áhrif. En svo aftur, þá má svosem kalla það samheitinu “guð” að það gerðist, og þarmeð hefði ekki neitt annað geta gerst.
Að hlutir sem gerast ekki, hefðu aldrei getað gerst, því þá hefðu þeir gerst, en ekki eitthvað annað. Og þarmeð að “guð” hafi fyrir fram ákveðið allt. (þá er ég að tala um guðinn sem þú talaðir um í þínu svari)
Es. ég móðgaðist ekki, þarf nokkuð mikið til þess, og þá sérstaklega af ókunnugum gegnum internetið.