Neptúnus ÉG átti að gera þessa ritgerð fyrir skólann, og ég ákvað að skelli henni hingað.


Neptúnus er áttunda reikistjarna frá sólu, hún er auk þess fjarlægust sólu eftir að Plútó missti reikistjörnustöðu sína, hún er 4504 km frá sólu, að meðaltali. Hún er skírð í höfuð rómverska guðsins Neptúnus, hún var uppgvötvuð þann 23. september árið 1846 af þeim Johann Galle, Urbain Le Verrier og John Couch Adams. Neptúnus er að mörgu leiti lík bróðurplánetu sinni Úranusi.

Massi hennar er 1.0243×1026 kg eða sem samsvarar 17 földum massa jarðar, þvermál hennar um miðbaug er 49.528 km, innviði hennar eru kjarni sem er samsettur úr bráðnuðu bergi og málmi, kjarninn er síðan umkringdur blöndu af bergi, vatni, ammoníaki og metani, Neptúnus hefur ekkert fast yfirborð.

Andrúmsloft Neptúnusar er 80% vetni og 19% helíni en því nær sem dregur kjarnanum blandast metan, ammóníak og vatn við andrúmsloftið, kuldi á við ystu mörk andrúmsloftsins er um -215 gráður á Celsíus þar sem Neptúnus fær ekki mikin yl frá sólinni, en það hitnar því nær sem kjarnarum dregur. Sterkir vindar ríkja á Neptúnus og er veðrið líkt því á Úranusi með tilheyrandi loftsteinaregni, árið 1989 fannst á Neptúnusi dökkur blettur hvirfilvinda en árið 1994 var hann horfinn en ástæða óviss, það sama ár fannst annar samskonar blettur norðanlega á plánetunni.

Umferðartími hennar er er um það bil 163 ár og meðalhraði hennar er 5,432 km/sek. Snúningstími hennar er um það bil 16 klst. Neptúnus hefur 8 tung, stærst þeirra er Tríton sem er 2700 km í þvermál og með 354.800 km sporbaug, það sem er athyglisvert við Tríton er að hann snýst í öfuga átt við Neptúnus.

Óljóst kerfi hringja umljúka Neptúnus, 4 eru þeir talsins, samsetning þeirra er ráðgata og eru þeir óvenjulega dökkir og sjást illa.
Eyes down, round and round, let's all sit and watch the moneygoround.