Ritgerðin um geimkannanir Sko, þetta er fimmblaðsíðna ritgerð með inngangi og lokaorðum :S
Ritgerðin er um klæðnað geimfara, upphaf geimkapphlaupsins, Lajku, Yuri Gagarin og Hubble sjónaukann.


Inngangur:
Öll höfum við spurningar um hvað er fyrir utan jörðina, hvað er handan við sjóndeildarhringinn. Í gegnum tíðina hafa vísindamenn reynt að komast að því en svo virðist sem geimurinn sé endalaus. Mörgum börnum dreymir um að vera geimfari, bjarga jörðinni og vera fyrstur á einhvern stað í geimnum.
Nú má ekki gleyma hinum mikilfenglega Hubble sjónauka sem svífur 600 kílómetrum fyrir ofan höfuð vor. Allt þetta hófst með geimkapphlaupinu sem byrjaði í kalda stríðinu, þó eftir stríðið sameinuðust Þýskaland og Rússland með því að deila upplýsingum og hjálpast að, margir
vísindamenn frá öðrum löndum fluttust þá til þeirra.



Í hverju eru geimfarar úti í geimnum?

Það er mikið mál að vera geimfari, þeir þurfa að klæðast hinum ýmsa klæðnaði, allt frá Snoopy húfunni til hins vasamarga graskerja búningsins. “Graskerja” búningurinn hlaut nafnið, einfaldlega af því að hann er skær-appelsínugulur.
Til að lifa af við hinar margbreytilegu aðstæður þar sem nánast allt getur gerst hafa geimfararnir fullt af dóti fastann við eða í vösum á geimbúning sínum, þeir eru með hníf, merkjaspegil, efnafræðileg sjálflýsandi ljós, reikmerkjabúnað, stórt ljós, verkjalyf við þyngdarleysi, talstöð og björgunar talstöð.
Á baki sínu ber geimfarinn líka búnað til að lifa af ef hann brotlendir einhversstaðar þar sem hann getur ekki fullnægt frumþörfum sínum. Hann geymir í þessum “bakpoka” festingu, gúmmíbát fyrir einn. Þrátt fyrir þessi óþægilegu föt í geimnum eru mun þægilegri föt sem geimfarar æfa í á jörðu niðri, en þar mega þeir vera í stuttbuxum og venjulegum stuttermabolum. Svo hafa þeir sérstakt belti á sér, þegar ákveðnar æfingar eru teknar eins og viðgerðir eða viðhald, þannig að verkfærin fljóti ekki í burtu þyngdarleysinu.
Svona til gamans má nefna að nærföt þeirra eru einn stór hlutur sem í eru dælur, þær dæla köldu vatni til líkamans til að halda honum kældum.
Þeir geta ekki haft með sér mikið af nærfötum því að þau myndu öll taka svo mikið pláss. Geimfararnir eru þarna uppi í sex mánuði – sumsagt um það bil 180 daga, og plássið sem þarf undir það er allt of mikið (ef reiknað er með þriggja manna áhöfn er talan 540). Í staðinn verða geimfarar að sætta sig við að skipta um nærföt einu sinni á þriggja eða fjögurra daga fresti. Svo er auðvitað málið að föt verða ekki eins skítug í geimnum þannig að þetta skiptir þá ekki eins miklu og þá á jörðu niðri.



En hvenær hófst þetta allt saman?
Geimkapphlaupið mikla svokallaða byrjaði á tímum kalda stríðsins þegar þýskir vísindamenn byrjuðu að byggja stýrðar eldflaugar til sprenginga. Það var þá sem vísindamönnum varð ljóst að einn daginn gætum við hafið könnunarleiðangra og skoðað heiminn.
Árið 1957 sendu Sovétmenn fyrsta gervihnöttinn, Sputnik1, á sporbaug um jörðu. En eftir að Sovétmenn höfðu sent Yuri Gagarin út í geim kom hinn ungi þáverandi forseti Bandaríkjanna; Jhon F. Kennedy (1917-1963) með þá tilkynningu að þeir ætli að láta mann stíga á tunglið fyrir árið 1970. Árið 1969 sendu þeir Arnar-skátann Neil Armstrong til að stíga á tunglið með orðunum:

“One step for man, one giant leap for mankind.”



Hver var fyrsta lifandi veran til að fara í kringum jörðu?
Hundurinn Lajka ruddi braut fyrir mannkynið í geimnum, vísindamenn voru langflestir algerlega óvissir um hvort að líkami mannsins gæti þolað þyngdarleysi eða hitann. Hún var valin ásamt tveimur öðrum hundum, Albina og Mushka, sem fóru í aðrar ferðir.
Hún fékk fjöldann allan af viðurnefnum eins og “litla paddan” og “litla sítrónan”.
Lajka var skotið upp með gervihnettinum Sputnic2, fyrsta gervihnetti í heimi.
Þessi ferð var farin 4.október árið 1957. En fjórum árum seinna var
Yuri Gagarin sendur út fyrir lofthjúpinn.
Frímerki hafa verið gefin út um þessa litlu hetju, en þó eru enn uppi getgátur um dauða hennar; hiti, stress, gas sem sleppt var viljandi til hennar eða að maturinn hafi verið eitraður. Þegar geimfarið lenti/brotlenti eyðilagðist það og það sem eftir var af besta vini vísindanna – Lajka.
Þó að Lajka hafi verið í geimnum voru mörg dýr á undan henni, til dæmis bananaflugur, íkorna-api og mús. Á eftir Lajku fylgdu í humátt mörg önnur dýr, svo sem sjimpansi, naggrís, froskar, margs konar tegundir af flugum, amaba, egg og könguló. Svo komu kjúklingar, en þeir týndust einhversstaðar í víðáttu alheimsins.
Auðvitað má ekki gleyma ýmsum öðrum dýrum, eins og manninum, en þau myndu gera þennan lista ákaflega langan og þegar komið
væri að sniglunum og maurunum væri lítið pláss fyrir annað
í þessari ritgerð.
(-smá sem ég setti ekki í ritgerðina, ég heyrði um atvik þar sem kjúklingar týndust úti í geimi :)



Hver var Yuri Gagarin?

Offurstinn og skátinn Yuri Gagarin Alekseyevich fæddist í Rússlandi árið 1934, 9. mars. Yuri fór í flugherinn þegar hann var 21. árs, en strax fjórum árum seinna bauðst hann til og var valinn að verða þjálfaður til geimfara. Þeir sem þjálfuðu hann sögðu hann rólegan og nánast ómögulegt
að koma honum úr jafnvægi.
Þann 12. apríl, 1961 fór hann í sína fyrstu og síðustu geimferð, einn hring í kringum jörðina. Geimflaugin hans, Vostoc 1, fór á 27,400/klst. hraða. En sú ferð tók aðeins 108 mínútur.
”…Það sást vel yfir jörðina sem hafði mjög skýran baug í kringum sig. Þarna var mjúk skipting frá Fölbláum, bláum, dökkbláum, fjólubláum til algerlega svarts…”
Yuri stökk út úr geimfarinu sjö kílómetrum yfir jörðu þar sem líkami okkar hefði ekki þolað þegar farið lenti. Sumir segja að þetta hafi
dregið úr mikilfengleika þess sem fyrsta geimferðin var. Það furðulega við lendingu Gagarins var að þau fyrstu til að sjá hann þegar hann lenti voru
gömul kona, ömmustelpan hennar og kýrin þeirra.
Hann lést í flugslysi 34. ára þegar hann var að fljúga sem prufu-flugmaður áður en hann gat farið sína aðra ferð í geiminn. 7/ mars, 1968.



Hvað gerir Hubble sjónaukinn?
Sjónaukanum var skotið á loft árið 1990, nánar tiltekið 25.apríl. En hann var settur á braut um jörðu í um það bil 600 km. hæð.
Hann er rosalega stór enda er spegillinn 3,4 m. í þvermál. Nokkru eftir
að sjónaukanum var skotið upp komust vísindamenn að því að
spegillinn
hefði verið rangt slípaður miðað við aðstæður í geimnum og því voru myndirnar afar óskýrar. Þremur árum seinna var ákveðið að gera við sjónaukann og var farin sérstök geimferð til að setja leiðréttingalinsur í geislagang hans. Virka þessar linsur nú eins og gleraugu sem margir hér á jörðu bera á nefi sér.
Alveg frá ársbyrjun 1994 hafa margar myndir og mælingar borist vísindamönnum til jarðar. Við höfum séð margar mjög greinilegar myndir
svo sem árekstur halastjörnunnar Shoemaker-Levy við Júpiter árið 1994.
Við höfum líka getað mælt þenslu alheimsins með þessum stórkostlega
sjónauka og séð margar fjarlægar vetrarbrautir sem eru svo nákvæmar og
skýrar að enn hefur ekki unnist tími til að athuga þér almennilega.
Andrúmsloftið hjá okkur er á stöðugri hreyfingu og gerir það mynd Hubble örlítið óskýrari þó að hann sé um það bil sextán sinnum nákvæmari en venjulegir sjónaukar. Erfitt er líka að vita staðsetningu hans þar sem hann svífur umhverfis jörðina af því að loftmótstaða er breytileg. Þess vegna er erfitt að skipuleggja eitthvað með hann langt fram í tímann, hins vegar eru allar skoðanir settar á lista og þær skoðaðar í þeirri röð sem best hentar miðað við staðsetningu Hubble. Þá getur maður ímyndað sér að erfitt sé að halda honum kyrrum við tímafrekar mælingar, en á honum eru snúðvísar og mælitæki sem stilla hann af. Svo eru notaðar sérstakar leiðarstjörnur sem hafa verið staðsettar með ákaflega mikilli nákvæmni.





Lokaorð:
Ef þú ert glöggur lesandi tekur þú kannski eftir því að ég nefni Yuri Gagarin og Neil Armstrong sérstaklega sem skáta. Sjálf er ég skáti og fann reyndar nokkuð um að Neil hefði forðast það sérstaklega að skrifa á fánann (bandaríska sem er á öxl hans) þar sem fáninn er frekar heilagur í augum skáta. Svo er enska orðið scout einkar heppilegt af því að scout þýðir könnuður.
Einnig er, guð minn almáttugur, helling af fólki sem kvartaði undan því að það vantaði “a” í “Small step for man”, þar eð þetta er málfræðileg villa. Svona til gamans ætla ég að nefna að konan í næsta húsi við Neil Armstrong átti að hafa lofað manni sínum í rifrildi ákveðnum greiða þegar strákurinn í næsta húsi gengi á tunglinu . Og svo var nokkuð furðulegt að klippt var óvart yfir (í fréttatilkynningu) þegar Neil sagði næst:
“It is solid! “ Þetta fannst sumum sýna vankunnáttu og gera ferðina ómerkilegri. Mér finnst að við ættum ekki að mæna á þessi litlu atriði og einbeita okkur að einhverju gáfulegra.




En hérna, sko, ef þið ætlið að taka/fá lánað/stela þessari ritgerð þá vil ég að minnsta kosti fá að vita af því. pm.