Venus Venus

Þetta er powerpointverkefni sem ég og hópurinn minn í stjörnufræði gerðum. Langaði að henda þessu hingað inn, og þá yrði það í svona upphaflegri “powerpoint” uppsetningu, s.s. svona staðreyndadæmi…


Inngangur
• Hér ætlum við að fjalla um Venus, reikistjörnuna og ástargyðjuna. Við vonum að þetta verði ánægjulegur lestur.
Staða

Venus sjálf

• Venus er önnur stjarna frá sólu og sú bjartasta. Hún er mjög lík jörðinni og var talin vera mjög lífvæn. En Venus er alls ekki lífvæn. Þar er mjög þykkur lofthjúpur sem hefur valdið gróðurhúsaáhrifum og er hitastigið þar 450°. Hitastigið þar er tvöfallt hærra en Merkúríus sem er þú næst sólur af öllum reikistjörnunum.

Gerð og lofthjúpur

• Lofthjúpur Venusar er þykkur og er þrýstingur hans 90 loftþyngdir. Venus er mjög eldvirk og hefur mörg eldfjöll. Margar sléttur eru á Venus og trúað er að þar hafi eitt sinn verið úthöf.

Helstu einkenni

• Venus er bjartasta stjarna sólkerfisins og finnst hún falleg héðan. En Venus er algjör suðupottur við yfirborðið. Vegna gróðurhúsa og vegna þess og þrýstings hafa mörg geimför sem hafa verið sent þangað eyðilagðst þegar komið hafa á áfangastað.
• Venus snýst í öfuga átt við jörðina og hinar reikistjörnurnar og snýst hún öfugt kringum möndul sinn miðað við Jörðina og hinar reikistjörnurnar og rís sólin þá í vestri og fer í Austur.
• Eins og Merkúr hefur Venus engin tungl.

Tölulegar upplýsingar
• Þvermál við miðbaug: 12.104 Km
• Massi: 0,815 sinnum massi Jarðar
• Rúmmál: 0,85 sinnum rúmmal Jarðar
• Snúningstími um möndul(einn dagur): 243,16 jarðdagar
• Möndulhalli 178°
• Meðallhiti: Við yfirborð lofthjúps -33°, við yfirborð 480°

Staðreyndir

• Venus er önnur reikistjarnan frá sól og sú sjötta stærsta.
• Skekkjan frá hringlögun nemur einungis einum hundraðshluta.
• Sporbraut Venusar er sú sem kemst næst því að vera hringlaga af öllum reikistjörnunum.
Venus í gamla daga
• Venus hefur þekkst síðan á forsögulegum tíma.
• Hún er bjartasti hlutur á himinhvelfingunni fyrir utan sólina og tunglið.

Ástargyðjan Venus

• Venus var gyðja ástar og fegurðar. Grikkir nefndu hana Afródítu. Hún var kona smíðaguðsins Hefestosar en átti í framhjáhaldi með stríðsguðnum Mars, sem grikkir kölluðu Ares. Með Mars átti hún Amor, ástarguðinn sjálfann.

Venus og Jörðin

• Venus er aðeins örlítið minni en jörðin (80% af massa jarðar og 95% af þvermáli jarðar).
• Báðar hafa þær fáa lofsteinagíga á yfirborði, sem bendir til þess að yfirborð þeirra sé í yngra lagi.
• Eðlisþyngd þeirra og efnafræðileg samsetning er svipuð.
Váv.