Ég hef nú lítið skoðað þennan UFO hluta á Huga, en mér virðist sem umræðan snúist að miklu leyti um hvort líf á öðrum hnöttum sé til, og miðað við það að það sé talið að um 400 milljarðar sólir séu í okkar vetrarbraut og talið að álíka mikið af vetrarbrautum séu til tel ég að það séu þónokkuð miklar líkur á því. En hvort þetta líf sé vitsmunaverur og hér á jörðinni núna, eru svolítið minni líkur.
Þó tel ég að “geimverur” hafi verið hér fyrr á öldum og árþúsundum.
Vil ég þá nefna t.d. Myndir í eyðimörk einni sem eru það stórar að það er ómögulegt að sjá þær nema úr mikilli hæð, eða fljúgandi, sem voru gerðar löngu fyrir tíma flugsins. Pýramídarnir voru nú engin smá smíði, hver steinn um 2 tonn á þyngd mörg hundruð steinar og enginn fjöll nema í órafjarlægð, þetta hefði tekið fleirri tugi ára. Svo ekki sé minnst á að einn pýramídinn sem er þarna er nákvæmlega á jafnsléttu upp á gráðu, og ef þú margfaldaðir hæð hans með nákvæmlega 1.000.000 þá fékkstu út nákvæmlega fjarlægðina til tunglsins og til þess að toppa það allt að ef þú drógst beina línu frá pýramídanum hringinn í kringum jörðina þá skiptust sjór og land 50%-50%, tilviljun? ólíklegt.
Svo hefur fundist járn súla, fannst um 1960-70 sem stendur nákvæmlega lóðrétt upp í loftið og er um 2000 ára gömul og hefur ekkert ryðgað allan þennan tíma, járnið er svo hreint, þetta er mjög erfitt jafnvel í dag!!!. Annars mæli ég með bókinni “Voru guðirnir geimfarar”, þar sem allt þetta er skoðað og er þetta mjög skemmtileg og áhugaverð bók.
Endilega “share your thought's good or bad”.
Weird Al.