Ýmislegt um Geiminn.. Ég ákvað að setja þessa greina hér til að afla þekkingu til míns sjálfs og ákvað að deila henni með ykkur.
Þessi grein er um t.d. plánetur, sólkerfin, svarthol og ýmislegt.


Ég ætla að byrja að segja doldið frá…


Reikistjörnur:

Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar heita í réttri röð frá sólinni: Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter,
Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó, sem sagt alls níu reikistjörnur.Þessar Reikistjörnur ferðast allar á sporbaugsbrautum
um sólina nokkurnvegin í sömu “sléttu”

Hér má sjá meðalhraða nokkra plánetna að fara
hringinn í kringum sólina.(fyrir neðan til vinstri)

Hraði í km/klst
Merkúríus 172.800
Venus 126.000
Jörðin 108.000
Mars 86.400
Júpíter 46.800
Satúrnus 36.000
Úranus 25.200
Neptúnus 18.000
Plútó 18.000



Merkúríus: Það er sú reikistjarna sem næst er sólinni, hún er ekki með lofthjúp og ef hún væri með þá væri hann miklu
heitari en við aðrar reikistjörnur.Það þýðir að að hraði frumeinda og sameinda í lofthjúpnum er miklu meiri.
Merkúrus er talsvert minni og léttari en aðrar reikistjörnur (nema þá plútó).


Venus: Hún er önnur reikistjarnan frá sólu og er 6. stærsta reikistjarna sólfkerfisins (aðeins minni en jörðin).
Þvermál Venusar er 95% af jörðinni, og 80% af massa hennar.
Hún er ekki nema 224 daga að fara umhverfis sólina, hún er bjartasta fyrirbærið í geimnum fyrir utan sólina og tunglið
og var eitt aðskild í 2 fyribæri: morgunstjarnan og kvöldstjarnan og hefur einnig verið nefnd nornarstjarnan,
demantur himinsins, og jafnvel drekastjarnan. Fyrsta geimfarið sem flaug framhjá Venusi var Mariner 2 árið 1962.
Síðan hafa mörg önnur Geimför flogið framhjá eða jafnvel lent.
Á venus er gríðalegur þrýstingur, 90 X þrýstingur jarðar. Slíkur þrýstingur jafngildir álíka og að vera á
1.km dýpi í höfum jarðar. Meðalhiti Venusar er 480°. Þessi áðurnefndi hiti er nógu mikill til að t.d. ef að Geimför
sem hafa lent þar hafa séð “tíbrá” um allt í kring. Þótt svo að Merkúríus sé 2 x nær sólinni en Venus er Venus
samt sem áður heitasta pláneta sólfkerfisins vegna þess hve lofthjúpurinn er gríðalega þykkur og veldur þá gríðalegum
gróðurhúsáhrifum og fer hitinn uppí 480°að meðaltali. Elstu landsvæði á Venus eru allt að 800 milljón ára gömul.


Jörðin: Jörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún myndaðist við það að efnisagnir sem gengu
umhverfis sólina, sem þá var líka að myndast, hnoðuðust saman í sífelldum árekstrum. Þannig urðu til sífellt
stærri efnisheildir sem að lokum mynduðu reikistjörnur sólkerfisins, þar á meðal jörðina okkar.
Þvermál jarðarinnar er 12.756 km, Flatarmál jarðar er um það bil 511.186.000 ferkílómetrar.
Massi jarðar er 5,98 * 1024 kg, það er að segja 5,98 milljón trilljónir kílógramma.
Til samanburðar má geta þess að stærsta gufueimreið sem byggð hefur verið, Big Boy í Bandaríkjunum, vó 550 tonn.
Til þess að vega upp á móti massa jarðarinnar þyrfti 11 milljarða milljarða slíkra eimreiða.


Mars: Það eru margir gígar á mars, Mesta dýpi dýpsta gígsins er líklega níu km undir meðalhæð yfirborðsins
og hann er því lægsti staður Mars. Gígurinn liggur á suðurhveli reikistjörnunnar og myndaðist sennilega
við árekstur smástirnis fyrir um 3,9 milljörðum ára. Áreksturinn hafði líklega nokkur áhrif á sögu Mars.
Nákvæmlega hinum megin á hnettinum er eldfjallið Alba Patera sem líklega hefur orðið til vegna höggbylgnanna
sem urðu til í kjölfar árekstrarins. Gerðar hafa verið nokkrar geimverumyndir og þá þessar sígildu geimfaramyndir,
sem gerðust á Mars, þar á meðal Innrásin frá Mars og fleiri.Aldur Mars er talinn vera nokkurn veginn hinn sami og
aldur jarðar og raunar sólkerfisins alls; um 4600 milljónir ára.

Nokkrar tölur um Mars, til upprifjunar, og tölur um jörðina til samanburðar:

Mars Jörð
Meðalfjarlægð frá sól 228 milljón km 150 milljón km
Meðalhraði á braut um sól 23 km/s 30 km/s
Þvermál 6750 km 12700 km
Möndulhalli 25° 23.5°
Lengd ársins 687 (jarðar)dagar 365 dagar
Lengd sólarhrings 24 klst og 37 mín 23 klst 56 mín
Þyngdarhröðun ~3,8 m/s2 ~10 m/s2
Meðalhiti -63 °C +14 °C
Loftþrýstingur Um 6 mb Um 1000 mb
Fjöldi tungla 2 1



Júpíter: Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta. Hún er 11 sinnum stærri en jörðin að
þvermáli, 142.984 km við miðbaug, og 318 sinnum massameiri.Massi Júpíters er 71% af samanlögðum massa allra reikistjarnanna.
Ef Júpíter væri holur að innan, kæmust meira en 1.000 jarðir fyrir inni í honum. Meðalbrautarhraði hans um sól er 13,1 km/s
og þannig lýkur hann einni hringferð á 11,86 jarðarárum. Þyngdartog Júpíters er 2,5 sinnum meira en við yfirborð jarðar og
því myndi 100 kg maður á jörðinni vega 250 kg á Júpíter, hefði hann fast yfirborð að stíga á. Einn Júpíterdagur við miðbaug
er 9 klukkustundir, 50 mínútur og 28 sekúndur.Júpíter er yfirleitt fjórða bjartasta fyrirbæri himinsins á eftir sólinni,
tunglinu og Venusi, en stundum getur þó Mars orðið bjartari.


Satúrnus: Satúrnus er næst stærsta reikistjarnan í sólkerfinu á eftir Júpíter og sú sjötta í fjarlægðarröðinni frá sólu.
Þvermál Satúrnusar er 120.536 km sem er tíu sinnum meira en þvermál jarðar. Satúrnus er auk þess 95 sinnum massameiri en
jörðin. Fyrstu tilraunir manna til að rannsaka Satúrnus báru ekki ýkja mikinn árangur því að á nokkurra ára fresti sker
jörðin hringjaflöt Satúrnusar, en samfara því breytist útlitið töluvert. Það var ekki fyrr en árið 1659 sem hollenska
stjörnufræðingnum Christiaan Huygens (1629-95) tókst að mæla flatarmál hringjanna með einhverri vissu. Hringirnir voru
taldir einstakir í sólkerfinu fram til ársins 1977 eða þar til daufir hringir uppgötvuðust um Úranus og stuttu síðar
fundust hringir um Júpíter og Neptúnus.Satúrnus er eðlisléttasta reikistjarna sólkerfisins en eðlismassinn er aðeins
30% af eðlismassa vatns.Þar sem Satúrnus er svo langt frá sólinni er hitastigið þar ekki nema -125°C.


Neptúnus: Neptúnus er með Hringirnir eru úr rykögnum sem mynduðust þegar loftsteinar rákust á fyrrverandi tungl Neptúnusar
fyrir nokkrum milljónum ára. Ysti hringurinn, sem heitir Adams, er gerður úr fimm minni hringjum, Liberté, Equalité 1,
Equalité 2, Fraternité og Courage. Næst fyrir innan er ónefndur hringur sem tunglið Galatea er inni í. Síðan koma
Le Verrier, þá Lassell, Arago og loks Galle sem er næstur reikistjörnunni.Neptúnus er áttunda reikistjarnan frá sólu og
fjórða stærsta í þvermál. Neptúnus er minni í þvermál en massameiri en Úranus. Hún er meira en 4,5 milljarða kílómetra
frá sólu. Umhverfis Neptúnus ganga að minnsta kosti 11 tungl. Þrjú þeirra er tiltölulega nýbúið að uppgötva.


Plútó: Minnsta fjarlægð Plútós frá jörðu er um það bil 4290 milljón kílómetrar og mesta fjarlægð 7530 milljón kílómetrar.
Þessar tölur geta þó breyst lítillega frá einni umferð Plútós til annarrar.Ef við ætluðum okkur að fljúga með flugvél
til Plútó væri þægilegast að flúgja með Concorde-þotu sem er hraðskreiðasta farþegaþota heims.
Eðlilegur flughraði hennar er nálægt tvöföldum hljóðhraða, eða 2.150 kílómetrar á klst.
Ef að við miðum við minnstu fjarlægð jörðu frá Plútó, værum við því um það bil 1.995.348 klst á leiðinni, eða 227 ár og 284
daga að fljúga með Concorde-þotu til Plútó frá jörðu. Plútó er ysta reikistjarnan í sólkerfinu okkar.
Hitastigið á Plútó getur farið allt niður í -240°C. Þvermál Plútó er 2.320 km og þvermál Karon er 1.270 km.



Sólkerfi: Við lifum í sólkerfi. Í því er ein sól og níu reikistjörnur. Umhverfis reikistjörnurnar eru tungl.
Víðsvegar um sólkerfið eru svo minni fyrirbæri eins og smástirni og halastjörnur. Sólin er einungis ein lítil
stjarna utarlega í stjörnukerfi sem hefur að geyma marga milljarða stjarna og kallast Vetrarbraut.
Ef við gætum horft á Vetrarbrautina utan frá væri hún án efa glæsileg, en í allri þessari stjörnumergð kæmum við ekki
einu sinni auga á sólina okkar. Samt mundu meira en milljón jarðir rúmast inni í henni. Þvermál Vetrarbrautarinnar er
100 þúsund ljósár og er sólin í um 25 þúsund ljósára fjarlægð frá miðju hennar.Í sólkerfinu okkar ganga að minnsta kosti
129 tungl umhverfis sjö af hinum níu reikistjörnum. Merkúr og Venus hafa engin tungl á meðan jörðin hefur eitt, Mars tvö
Júpíter 61, Satúrnus 31, Úranus 22, Neptúnus 11 og Plútó eitt.



Svarthol: Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna
falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman
kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur í burtu, ekki einu sinni ljós.
Segja má að allt sem varðar svarthol sé lyginni líkast. Sem dæmi má nefna það sem við sæjum ef við fylgdumst úr fjarlægð
með geimfari nálgast svartholið. Vegna sveigju tímarúmsins myndi okkur virðast sem geimfarið færi alltaf hægar og hægar
og ef við sæjum klukkur um borð í því myndi okkur virðast sem þær hægðu sífellt á sér. Þegar geimfarið næði jöðrum
svartholsins (sjónhvörfunum) myndi okkur virðast tíminn í geimfarinu líða óendanlega hægt þannig okkur virtist það standa
í stað og því sæjum við það aldrei falla inn. Ef ólánsamur geimfari væri staddur um borð mundi honum á hinn bóginn ekki
virðast tíminn hægja á sér enda hefði hann annað og verra við að glíma. Sá hluti hans sem félli á undan inn í svartholið
myndi verða fyrir mun meiri þyngdarkrafti en aðrir líkamspartar, og þessir missterku kraftar mundu sundra honum í
frumeindir og jafnvel sundra frumeindunum sjálfum. (Þessir kraftar eru hliðstæðir svokölluðum sjávarfallakröftum).


PS: fór sumt í rugl því ég gerði þetta fyrst í word :D náði ekki að láta allt saman eins og það var.:)


Þetta er mín fyrsta grein, svo hafið skítköstin í hófi…von allavega að þetta geti nýst ykkur á einhvern hátt.

Takk f yri r mig





Heimildir:
www.visindavefurinn.hi.is

Stjörukortabókin