
Nú fyrr á árinu byrjaði hópur fólks verkefni sem sem kallað er “The Disclosure Project”, þeirra takmark er að fá opnar umræður fyrir framan þing Bandaríkjamanna um FFH og skyld mál og eru með tilbúin á annað hundrað vitni sem eru öll tilbúinn að sverja eið og bera vitni fyrir framan þing. Þessi vitni koma flest úr hásettum stöðum innan bandaríkjahers (mikið frá flughernum), flugumferðastjórar og margt fólk sem hefur (eða hafði) aðgang í leyniskjöl og/eða varð vitni að ýmsum atburðum.
Heimasíðan hjá Disclosure er: http://www.disclosureproject.com/ og mæli ég með að allir kíki á hana :)
Til að starta þessu öllu var þann 9. Maí 2001 haldinn stór fréttamannafundur í húsnæði “National Press Club” þar sem um 20 vitni komu fram og sögðu sína sögu ásamt því að forsprakki Disclosure (Dr. Steven M. Greer) kom og kynnti verkefnið.
Hægt er að horfa á meirihluta þessa funds í realvideo á netinu á eftirfarandi slóð (um 3 klst. með spurningum fréttamanna): http://www.connectlive.com/events/disclosureproject/
Einnig var núna 30. Ágúst Dr. Greet í útvarpsviðtali hjá Art Bell (www.artbell.com) og hægt er að hlusta á það hérna (ca. fyrstu 20 mín af þættinum):
http://mfile.akamai.com/5022/wma/artbell.download.akamai.com/5022/shows/01/08/artbell010831.asx
Þetta virkar allt mjög sannfærandi á mann og verður gaman að fylgjast með þessu vegna þess að ólíkt mörgum sem hafa reynt líka hluti hafa þeir góð og ábyggileg vitni og mikið af sönnunargögnum (t.d. skjöl frá Bandaríkjastjórn)
Ég vona að þið hafið gaman af :)