Það er árla morguns á köldum vetrardegi að Julian vaknar upp við afskablega mikin kulda. Hann stekkur á fætur og fram í stofu og bíst við að hafa gleymt að loka eitthverjum glugganum. Allir gluggar virðast vera lokaðir en samt sem áður skelfur hann á beinunum af kulda, ljósakrónurnar sveiflast til því smá vindur liggur um stofuna.
Julian áttar sig skyndilega á að öldruð móðir hans sem sefur í næta herbergi við hann er ekkert búin að koma fram og athuga þetta með kuldan. Julian fer inn til hennar og sér til mikillar furðu sér hann að mamma hans sefur vært í rúminu og er búin að sparka af sér sænginni og smá sólarglæta skín framan í hana. Julian gengur að henni og snertir á henni ennið og finnur að það er heitt, svona eins og hún sé með frekar lágan hita. Herbergið hennar var líkt og gufubað se, hitnaði hægt og rólega. Julian skilur ekkert í þessu og verður vægast sagt mjög hræddur! “Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera svo ég stökk fram og klæddi mig í hlýrri föt og hellti uppá kaffi” segir Julian
Skyndilega blikka ljósin og allt verður “eðlilegt” á ný. Kuldin og blásturinn hverfa og hurðin að herbergi móður hans opnast og út kemur móðir hans.
Julian stirðnar upp af hræðslu en móðir hans segir brosandi “Mig dreymdi svo undarlegan draum Julian minn, mig dreymdi að menn á svona hvítu flugfari eins og í myndinni sem við sáum í sjónvarpinu í gær hefðu komið, þeir fóru með anda okkar burt úr húsinu okkar, fóru með þig til Grænlands og mig til Kaliforníu, Þar, létu þeir okkur vera þar til það kom skyndilega elding og ég vaknaði….”