Það er afskaplega auðvelt í þessu tæknivædda samfélagi að koma með einhverja visku sem allir trúa. Það virðist vera nóg að koma með röksemdir eins og: “Það hlýtur að vera því að annað er fáránlegt!”. Þetta þykir mér miður og ég er viss um að svo þykir einnig mörgum sem lifa ekki fyrir kjaftasögur.
<p>
Við skulum taka dæmi.
<p>
Geimverur hljóta að vera til vegna þess að annað væri fáránlegt miðað við stærð alheimsins.
<p>
Fyrir það fyrsta þá er sú tilviljun að líf kviknaði í heiminum fáránleg og það fáránleg að það hlýtur að vera að líf hafi aldrei kviknað. Þar afleiðandi eruð þið ekki til og ekki ég heldur. Þetta sem ég er að skrifa stendur ekki hér því að tölvurnar hafa ekki verið fundnar til. Enda hefur ekkert líf kviknað því að það eru svo fáránlega litlar líkur á því að ef líf hefði kviknað þá hefði það kviknað hér! Það hlýtur að hafa kviknað annarstaðar, enda eru milljarðar milljarða stjarna og pláneta þarna úti.
<p>
Tíminn er einnig svolítið skemmtilegt dæmi sem þið ættuð að velta fyrir ykkur.

<p>
Ég viðurkenni það að vissulega bendir margt til þess að á þessum hnöttum sem eru þarna úti sé líf eða hafi verið líf eða muni verða líf. En sá tími sem að líf hefur verið á jörðinni er svo ofboðslega smár miðað við þann tíma sem heimurinn hefur verið til og á eftir að verða til. Þannig að ef að “geimverur” gætu orðið til þá er ekki hægt að fullyrða að það verði nema á visst miklum ótilgreindum fresti.
<p>
Vegalengdir í geimnum eru ofboðslegar. Það er til að mynda lengra frá Jörð að Tungli heldur en það tók að keyra Hvalfjörðinn í gamladaga. Þar af leiðandi þó að breytur eitt og tvö sem ég nefndi hérna áðann, hefðu engin áhrif þá er afar ólíklegt að vitsmunaverur myndu hitta á okkur hér í þessi örfáu ár sem við erum til. Og þær væntanlega líka.
<p>
Stærðirnar og möguleikarnir í þessum geimveru málum eru þvílíkar að ég held að við ættum að hætta að ræða þetta nema á Star-Trek fundum, blindfullir í Klingonaa búningum, þá er alltént lítil hætta á að nokkur taki mark á þessu.
<p>
Heimsbyggðin er heilaþveginn með hjálp Internetsins og einhverja húmorista sem hafa gaman af því að smíða samsæriskenningar.
<p>
Hugsið nú málið áður en að þið “vitið” hvernig málin standa.