Börnin í Skóginum Kvöld eitt í miðjum Mars mánuði árið 1975 var Jack úti að viðra hundinn sinn, Sally. Hann gekk frá heimabæ sínum og rölti meðfram sveitaveg sem lág í gegnum skóg. Skyndilega fer hann að heyra barnsgrátur, mjög háværan og hljómar eins og verið sé að berja barn! Hann gengur aðeins lengra og kemur þar auga á ljósglampa í svolítilli fjarlægð! Hann ákveður að ganga nær birtunni þar sem gráturinn verður alltaf öflugri og öflugri.
Hann nálgast gráturinn þegar Sally stoppar skyndilega og byrjar að gelta! Jack reynir að draga hana áfram þar sem hann vill endilega komast þangað og athuga með gráturinn sem virðist ekki gera annað en að verða verri og verri. Barnið hlyti að vera í mikilli kvöl, enda klukkan orðin það margt að barn ætti ekki að vera eitt úti í skógi!
Skyndilega nær Sally að losa sig frá Jack og hleypur í burtu ílfrandi af hræðslu. Jack lætur ekki segja sér til tvisvar heldur hleypur í átt að ljósinu. Hann hleypur á þyrnirunna sem rispar hann allan en þrátt fyrir það kemst hann framhjá honum og kemur þar auga á tiltörulega nýfætt smábarn og yfir því standa 3 verur og eru að skera í barnið. “þær voru eins og standandi fjólubláar og algjörlega hárlausirr Labrador hundar! Þær horfðu á mig og ég sá augu þeirra lýsast upp og svo man ég ekki meira” segir Jack
“Ég man ekki meira fyrren að ég vakna við það að lögreglu maður er að reyna að vekja mig og hún Sally mín stendur þar hjá honum, Hún hafði farið í bæinn og eitthvern vegin fengið þennan lögreglumann til þess að elta sig alla þessa leið! Ég spyr lögreglumanninn
Hvar barnið sé og hvort það sé í heilu lagi, en hann svarar því að það hafi ekkert barn verið hér.. og engu barni sé saknað úr bænum”
Engin trúði neinu af því sem hann sagði og fólk taldi hann bara hafa liðið útaf og dreymt þetta!

Jack gafst þó ekki upp og eftir daginn eftir ákvað hann að fara aðra ferð í skóginn og athuga þetta nánar. Aftur fer hann að heyra þennan sama gnístandi kvalar grátur!
Hann hleypur eins hratt og fætur toga og sér þá aftur ljósið, en þó á öðrum stað en kvöldið áður. Hann arkar af stað og kemur aftur að þessum 3 verum og enn eru þær að skera í litla barnið sem öskrar af kvölum. Jack passaði sig vel á því að líta alls ekki í augun á verum heldur hjólar hann í þær og tekur barnið í fangið og setur það undir jakkann sinn og byrjar að hlaupa með það af stað í átt að heimabæ sínum. “Verurnar hlupu á eftir mér og ég fann að þær skutu mig í bakið með eitthverju sem brendi skinnið á mér og gerði mig mjög máttfarin!”
Jack náði að koma sér og barninu á bráðamóttökuna! Þetta var frekar lítill bær og engin hafði kannast við að barn væri týnt svo það var ekki hægt að hringja í neinn.
Eftir nánari lækniskoðun og marga sauma á líkama barnsins kom i ljós að búið var að setja litla málmplötu á milli tveggja rifbeina barnsins sem hefði dáið innan við 5 tíma hefði Jack ekki komið með það á sjúkrahúsið!
Platan var send til rannsókna en ekki fannst út hvaða efni var í henni og eru færustu menn enn að skoða hana dag og nótt
Bæjarbúar áttu erfitt með að trúa þessari sögu og sökuðu Jack um að hafa rænt barninu og gert því þetta sjálfur. Jack var þó ekki settur í steininn en þurfti þó að mæta reglulega til geðlæknis og taka inn lyf 5 sinnum á dag!
Það var ekki fyrr en 3 árum seinna að hjón á kvöldgöngu urðu vör við þetta sama í sama skógi. Barnsgrátur og mikla birtu. Þau náðu að taka mynd af atburðinum og náðu barninu og komu því í læknishendur, Það var eins og fyrra barnið allt út rispað og búið að setja málmplötu á milli tveggja rifbeina þess…..

Engar skýringar eru til um þetta og eru menn í fullri vinnu við þessi mál og eru búnir að vera að vinna í því frá því að hjónin fundu seinna barnið 1978.
Börnin eru enn á lífi og við góða heilsu…