Ytra sólkerfið Ég veit að þessi ritgerð er ekki gallalaus, en mig langaði bara að fríska upp á þetta áhugamál.



Sólkerfinu okkar eru venjulega skipt í tvo hluta, innra sólkerfið og ytra sólkerfið. Mikill munur er á þeim. Í innra sólkerfinu eru pláneturnar minni, heitari, þyngri og með skorpu, en í ytri pláneturnar eru þá kaldari og eðlisléttari og hafa mörg tungl. Þessir tveir hlutar sólkerfisins eru aðskildir af miklu smástirnabelti.

Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta. Líkt og hinir gasrisarnir hefur Júpíter ekkert fast yfirborð heldur verður gasið einungis þéttara eftir því sem nær dregur miðjunni. Lofthjúpurinn er um 80% vetni og 19% helíum en einnig er þar að finna metan, ammóníak, vatnsgufu og aðrar gastegundir í mun minni mæli. Miklir vindar leika um Júpíter, vindhraðinn er ofsafenginn, allt að 180 m/s. Hefur dauft hringakerfi. Júpíter hefur a.m.k. 62 tungl. Miklir vindar leika um Júpíter. Hann er nefndur eftir æðsta guðinum í rómverskri goðafræði.

Satúrnus er einn af gasrisunum í ytra sólkerfinu. Líkt og Júpíter hefur Satúrnus eigin orkuuppsprettu og sendir hann meiri orku frá sér en hann fær frá sólinni. Hann er langfrægastur fyrir sína mikilfenglegu hringa sem eru gerðir úr ísögnum.
Satúrnus er mestmegnis úr vetni og helíum og lofthjúpurinn samanstendur úr þremur lögum: ammóníakslagi; blöndu ammóníaks, vetnis og súlfíðs og svo vatnsgufu.
Svo skemmtilega vill til að hann er mjög léttur, hefur minni eðlismassa en vatn, þannig að hann myndi fljóta á vatni. Umhverfis Satúrnus ganga líka að minnsta kosti 31 tungl. Hann er nefndur eftir frjósemisguði rómverskrar goðafræði.

Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og sú þriðja stærsta.
Þvermál Úranusar er örlítið meira en þvermál Neptúnusar en massinn er ögn minni. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu.
Lofthjúpur Úranusar er gerður úr vetni, helium og metani. Möndulhalli hans er mjög mikill, hann liggur á hliðinni þannig séð. Úranus er aðallega úr ís og bergi. Hann hefur hringakerfi eins og hinir gasrisarnir, og umhverfis hann ganga 27 tungl.
Úranus hefur nafn sitt frá himinguðinum í grískum trúarbrögðum.

Neptúnus er áttunda reikistjarnan frá sólu og sú fjórða stærsta
Hann fannst einungis vegna þess að stjörnufræðingar tóku eftir truflunum í brautarhreyfingu Úranusar, og sáu þá að það var önnur pláneta þarna sem hafði áhrif á hann. Lofthjúpurinn er að mestu úr vetni og helíum. Innst í reikistjörnunni er kjarni úr ís og bergi. Þar fyrir ofan er möttullinn sem er úr vatni, metani og ammóníaki og öðrum efnum.
Neptúnus hefur fjóra hringa, og umhverfis hann ganga a.m.k. 13 tungl. Hann er nefndur eftir sjávarguðinum í rómverskum trúarbrögðum.

Plútó er níunda og langfjarlægasta reikistjarna sólkerfisins.
Vegna gífurlega mikillar fjarlægðar er mjög erfitt að rannsaka yfirborð Plútós, svo margt er á huldu um hann. Hann er líka langminnsta reikistjarnan.
Vegna gífurlega mikillar fjarlægðar er mjög erfitt að rannsaka yfirborð Plútós. Sumir stjörnufræðingar telja að Plútó hafi komið úr Kuipersbeltinu, en aðrir hafa einnig gefið til kynna að hann hafi eitt sinn verið tungl Neptúnusar sem hafi sloppið úr viðjum hans. Karon, fylgitungl Plútó, er hlutfallslega stærsta fylgitungl sólkerfisins miðað við móðurreikistjörnuna.
Plútó er nefndur eftir guði undirheimanna í rómverskri goðafræði.




Heimildir:
www.stjornuskodun.is
www.nasa.gov