Það er ekkert að því að trúa á líf á öðrum hnöttum. Ég meina það væri nú léleg nýting á svæði heimsins ef aðeins væri líf á jörðinni. Málið er að umræðan um líf á öðrum hnöttum snýst alltaf um litla græna kalla með þrjú höfuð eða eitthvað álíka. Ef það fyrirfinnst líf annars staðar en hér þá þarf það ekki endilega að vera vitsmunaverur, heldur t.d. örverur og bakteríur sem geta lifað við mikinn hita eða kulda. Margir halda því fram að þeir hafi séð geimverur koma hingað. Mér finnst það harla ólíklegt miðað við eðlisfræðilögmál sem við þekkjum. Fjarlægðirnar eru svo miklar. Ég trúi alveg á líf út í geimnum en ekki græna kalla í geimskipum sem lenda í Bandaríkjunum (eins og flestallar geimverur virðast lenda???).