
Það sem er sérstakt við frásögnina er að Arnold sagðist ekki hafa séð fyrirbæri sem líktust fljúgandi undirskálum heldur virtist honum þau frekar vera eins og bjúgverplar (búmeröng) eða í ætt við fljúgandi vængi (líkt og B-2 orrystuþotan). Misskilningur blaðamannsins felst væntanlega í því að Kenneth sagði að þessir furðuhlutir hefðu hreyfst upp og niður líkt og ef súpudiskur væri látinn fleyta kerlingar á vatnsfleti. Blaðamaðurinn Bill Bequette misskildi Kenneth og sendi frásögnina af atburðinum til Associated Press (AP). Brátt birtust frásagnir af „fljúgandi diskum“ í dagblöðum um gervöll Bandaríkin. Tveimur vikum síðar birtist hugtakið „fljúgandi undirskál“ í fyrsta sinn í blaðinu Times of London.
Kenneth Arnold reyndi að leiðrétta þennan misskilning sem kominn var upp en án árangurs. Enn þann dag í dag sjá margir fyrir sér geimfar sem lítur út eins og tvær súpuskálar sem skellt hefur verið saman þegar þeir heyra hugtakið fljúgandi furðuhlutur.
Lausleg þýðing af vefsíðunni Wordorigins.org
Mynd: Vetrarbrautin NGC 1381 minnir óneitanlega á fljúgandi furðuhlut!