Í dag sá ég á Discovery einhvern merkilegasta þátt sem ég hef séð lengi.
Þar var fyrst verið að fjalla um pýramídana í Egyptalandi og þar kom margt skrýtið í ljós:
Það fyrsta var að ekki var hægt að skýra hvernig hægt væri að byggja pýramídanna án hjóls,krana eða neins og hvernig allt var svo rétt mælt án þess að nokkur tæki hafi verið notuð.
Það kom einnig fram að göt væru á (amk einum pýramídanum) sem bentu á 2 stjörnumerki.
oríon var eitt og svo man ég ekki hitt.
En það merkilega við þetta að þegar horft er á pýramídanna ofan frá sést að þetta er nákvæm mynd af stjörnumerkinu Orion nákvæmlega eins,bara á jörðinni.Að auki komu fleiri mjög óútskýranlegir hlutir fram.
Síðan var sýnt að búkurinn á sphinxinum hefur veðrast mikið og var búið að sjá að hann hafi eyðst í miklum Rigningum.
Þetta gat ekki passað,rigning í miðri eyðimörkinni og það á tíma Egyptanna, en
svo komust þeir að því að búkurinn væri minnir mig 12000 ára gamall og þetta hefði upprunalega verið Ljón (hljómar einkennilega en það var gerð grein fyrir þessu í þættinum) og Egyptar byggðu höfuðið sem núna er á búkinnum enda hafði ljónshausinn eyðilaggst líka að mestu.Rigningin passaði því fyrir 10.000 árum lauk ísöldinni.
Síðan var farið næst til Suður-Ameríku og þar fannst einhversskonar hof sem var 13.000 ára gamalt og var þannig að þegar sólin settist upp á 1.vordegi kom sólin akkúrat á ákv. stað á þessu hofi,
einnig voru 2 aðrir staðir þar sem sólin á 1.sumar og vetrardegi komu upp en það passaði ekki og héldu menn að það hefði verið gerð villa þegar þetta hof hefði verið byggt En svo komust menn að þvi að fyrir einmitt 13000 árum var halli jarðar öðruvísi og þá passaði þetta.
en hvað um það,
Þarna kom fram að tengslin á milli S-amerkíku og Eygpta er enginn tilviljun og náði ég þessum atriðum:
1. Á báðum stöðum voru byggðar stórar bygginar td pýramídarnir og voru risastórir steinar mikið notaðir
2. Á báðum stöðum var kunnátta í Stjarnfræði mikil og fannst ma í S-Ameriku stór skífa sem sýndi öll stjörnumerkin.
3. Í sumum gröfum faróa í Egyptalandi fundust leifar af kókaíni en það var notað af S-Ameríkumönnum.
4. Í S-ameríku fundust styttur, talið að þær voru 2500 ára gamlar og voru þær af afríkumönnum en þeir komu ekki fyrr en eftir að Kolumbus fann ameríku (samkv. heimildum í dag… )
5. Stærðfærðikunnátta var hjá báðum mikil.
Að ógleymdri þeirri staðreynd að ekki er vitað hvernig þeir fóru að því að byggja allar þessar bygginar og ekki er til í dag þekking til þess án þess að nota hjól,krana ogfl.
Þá fóru menn að spá hvort að Egyptar hefðu siglt til Ameriku en ég held að það hafi ekki verið en allaveganna er ljóst að einhver gerði það.
Menn fóru menn að skoða gömul landakort og eitt þeirra var frá 16.öld.
Og á því korti kom eitt mjög stórt atriði fram:
Það var á því korti m.a. kort af hluta af Suðurskautslandinu og það merkilega við það (fyrir utan það að enginn hafði komið þangað svo vitað sé á þeim tíma) var að það var kort af landi undir risastórri íshellu sem er á suðurskautslandinu og þetta land var ekki uppgötvað fyrr en árið 1949 þegar kjarnorkuknúinn kafbátur sigldi undir þessa íshellu.
Já svo var á þessu korti,kort af S-Ameríku en þegar þetta kort var gert hafði Kólumbus ekki komið þangað eða á alla þá staði sem kortið sýnir.
Og það var líka ljóst að þetta kort var uppteiknað af eldra korti.
Í lok þáttarins var sagt að þegar öllum þessum þáttum væri pússlað saman að þá væri Augljóst að fyrir 12-13.000 árum bjó einhver siðmenning sem síðan hvarf fyrir 10.500 árum sem réði yfir mikilli þekkingu í stærðfræði,stjörnufræði og nákvæmni í kortagerð var eins mikil og eftir árið 1770 þegar einhver fullkomin mælitæki voru fundin upp.Þá kom fram annað atriði sem studdi þetta og það var að eitt sinn lifðu tígrísdýr,hestar,mammútar ogfl dýr í Ameríku en hurfu allt í einu fyrir 10.500 fkr, það var eitthvað með ísöldina hlýtur að vera.
Það hafa örugglega einhver atriði farið fram hjá mér en allaveganna að þá heitir þessi þáttur “Myths of Mankind”.
En svo er spurningin: Hvaðan kom þessi siðmenning og hvar hófst hún , þaes ef hún var til en margt bendir til þess að eitt sinn hafi lifað þróuð siðmenning sem hvarf og gleymdist.