Svona til að byrja þetta þá er ein pæling.
Ef geimverur eru til og eru nógu háþróaðar til að ferðast um vetrarbrautina, þá er mjög líklegt að þær séu friðsamlegar þar sem að ef það tæki 1 mann 100 ár að byggja 10 hús þá tekur það bara 10 menn 10 ár að byggja 10 hús sem kemur á það að þær þyrftu að geta verið samheldnar(engin stórstríð innanborðs) til að komist þetta langt í tækninu og stórskipabyggingum að geta ferðast í geimnum til lengri tíma.
Ef þær eru það stórar og miklar erum við þá ekki bara litli maurinn sem við mannfólkið drepum daglega í þúsundatali ?
Ef þeim finnst allt líf vera mikilvægt þá erum við líklegast svo vanþróuð að þær gætu ekki haft samband vegna þess hvað við erum langt eftir á og hvað það myndi gera við samfélag okkar(þar sem við höldum að við séum toppurinn á heiminum and dont take no shit from indians).
Eða þá að þær hafa samband við okkur og byrja reyna venja okkur á það að þær eru til og við erum ekki toppurinn á heiminum.
Þetta gefur í raun 3 möguleika.
1 Þær steindrepa okkur öll. 2 Þær láta okkur vera þangað til við erum orðin gáfaðri og þróaðri.
3 Og í það seinasta þá koma þær og allt mannkynið reynir að fá tæknina hjá þeim og vera vinir þeirra og gefa skít í þessa jörð vegna þess að það eru allir hérna svo “slow” miðað við þær(svona álíka eins og að sjá virkilega flottan bíl og langa í hann, sumir taka bílalán aðrir bíða. En stór hluti tekur lánið til að vera °betri° en hinir) sem myndi leiða til þess að mannkynið færi í slag yfir að geta verið í kringum þær og dýrkað þær til að fá að vera með sem myndi enda í mestmegnis dauða mannkynsins.