Hafiði lesið ykkur til um Roswell? Það er ekki einu sinni vitað nákvæmlega hvenær brakið fannst á akrinum. Bóndinn (Mac Brazel) sem fann þetta fannst þetta ekkert merkilegt og lét það liggja. Það var seinna um kvöldið síðan sem félagar hans veltu fyrir sér hvort þetta væri nokkuð fljúgandi diskur vegna þess hve mikið fljúgandi diskar hefðu verið mikið í fréttum. 9. júlí 1947 kom síðan frétt í “Roswell daily record” þar sem Brazel lýsti brakinu sem “álpappír, pappi, prik og límband” (“tinfoil, paper,
tape, and sticks”) og að á þetta hefði verið límdur pappauggi einhversskonar (“at least one paper fin had been glued
onto some of the tinfoil”). Nágranni Brazels og dóttir lýstu þessu einnig á sama veg. Dóttir hans sagði m.a. þetta: “the debris looked like pieces of a large
balloon which had burst”. Fréttayfirlýsing var gefin út af almannatengslagæja á herstöðinni (Walter Haut) í óþökk yfirmanna sinna og líklegt þykir að hann hafi heillast af UFO fréttunum öllum og gefið út þessa yfirlýsingu á eigin spýtur. Persónulega finnst mér það líklegri útskýring en að geimverur hafi brotlent hér og að herinn sé að hylma yfir. Yfirmaður hans Major Jesse A. Marcel hafði þetta að segja um Haut: “It was the public information officer, Haut I believe his name was, who called the AP and later wrote the press release. I heard he wasn't authorized to do this and I believe he was severely reprimanded for it, I think all the way from Washington”. Endir málsins árið 1947 var þegar yfirmaður á stöðinni General Ramey gaf út yfirlýsingu um að þetta væri einfaldlega veðurathugunarbelgur sem hefði eyðilagst. 30 árum síðar tóku UFO hetjur þessa frétt upp á arma sína, löguðu hana aðeins til svo hún hentaði þeim betur og flagga þessu núna sem sönnun á að herinn sé að hylma yfir með geimverum. Krufningin á geimverunum sem “kom í leitirnar” 1994 hefur síðan verið afhjúpuð sem sviðsetning.