Kannski er skynsamlegast að spyrja sig hvernig þær komist svona fljótt og hratta á milli staða. Þá kallar einhver nördinn upp, “Ormagöng.” Þá er spurningin, eru Ormagöng til og því ætla ég að svara.
Þeir sem þekkja eitthvað til afstæðiskenningar Einsteins vita að aðdráttar afl beygir rúm. Sem merkir að heimurinn er búinn að beygja sig fram og aftur í allskins hóla og hæðir vegna afdráttar afls frá stjörnum, nifteindastjörnum, svartholum og rauðum risum. Semsagt heimurinn liggur í bylgjur. Það má fræðilega séð rjúfa gat í þetta rúm með því að ferðast nógu hratt og framkalla nógu mikklar segulbylgjur til að heimurinn víkji frá þér. Þannig ætti að vera möguleiki til að smjúga í gegnum eina ölduna og stytta förina úr 10.000 ljósárum niður í 2 klst, eða 2 mín.
Ég lagði þessa kenningu fyrir kennara í Háskóla Íslands og sagði hann að þetta væri ekki ólíklegt.