Hér ætla ég aðeins að punkta niður nokkra punkta um Reikistjörnuna Venus. Þetta er skrifað eftir því sem ég best man svo að ég vil ekki að neinn fari í fýlu þó það mega leynast staðreyndarvillur.
Reikistjarnan Venus er nefnd eftir Ástargyðju rómverja. Þegar Venus er sem björtust er hún bjartasti hnötturinn fyrir utan Tungl og Sól. En þegar hún er sem daufust sést hún varla.
Venus er aldrei langt frá sólu og er með minni braut en jörðin og fer því ekki mjög langt frá sólu.
Venus er annaðhvort morgun eða kvöldstjarna en á miðnætti er hún utan sjóndeildarhrings. Á yfirborði Venusar er mikið um sléttur, gljúfur og gíga. Þess má líka til gamans geta að sumar hásléttur Venusar eru jafnhá og sum meginland Jarðarinnar. Vísindamenn telja að fjöllin á Venus hafi verið til í eldgosum, fjöll venusar eru líka jafnstór og fjöll jarðarinnar.
Frá yfirborði Venusar sést ekki til sólu vegna skýjaþykknisins. Sólin sest akkurat öfugt frá sjónarhorni venusar kemur upp í vestri og sest í austri.
Venus sem er næsta pláneta við jörðina er gerólík henni(jörðini). Hvers vegna er það? Hvers vegna er hann svona heitur og þurr?
Fyrir milljörðum ára þegar sólkerfið var enn í mótum, kann að vera að sólinn hafi verið kaldari enn nú og Venus þakinn hafi sem náði um allan hnöttin. Þegar sólinn hitnaði gufaði vatnið upp. Og þá gerðist það sem kallast gróðurhúsaáhrif við Venus. Varminn lokaðist inni fyrir neðan skýjin.
Gróðurhúsaáhrif héldu áfram á Venusi þó allt vatnið væri gufað upp, það var vegna þess að gashjúpur venusar er eiginlega bara koltvíoxíð. Vísindamenn halda því fram að allt þetta koltvíoxíð hafi myndast í eldgosum.
Ég vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessu.
Takk Fyrir Mig!