Það er tvennt sem mig langar til að benda fólki á sem haldið er geimverutrú:
Ef geimverurnarbúa yfir svona stórkostlegri tækni sem gerir þeim kleift að ferðast á milli sólkerfa, af hverju koma þær ekki á samskiptum við okkur heldur snúa á dularfullan hátt aftur til baka eftir langa ferð? Og af hverju brotlenda þessi tæknilegu fullkomnu geimskip fyrst við yfirborð jarðar eftir að hafa þolað langt og hættulegt ferðalag um óravíddir geimsins? Við mennirnir búum aðeins yfir kunnáttu til að heimsækja tunglið en oftast hafa geimför frá okkur samt komist klakklaust til baka í gegnum lofthjúpinn (með fáeinum sorglegum undantekningum).
Ég vil heldur ekki draga persónulega alls fólksins í efa sem segist hafa hitt geimverur (nýlegar rannsóknir sýnra reyndar að ímyndanir geta verið jafnskýrar og raunveruleikinn), né heldur vil ég draga í efa öll „sönnunargögnin“ (sem oft reynast nú vera af ský, iridíumblossar, raffyrirbæri í lofthjúpnum, o.s.frv.). Hins vegar finnst mér það svolítið skrýtið hvað geimverurnar eru lítið félagslyndar miðað við þann áhuga sem þær sýna á því að ferðast alla leið til jarðarinnar (m.a. til að kynnast mannfólkinu). Þær vilja helst komast í kynni við fólk á fáförnum sveitavegum eða í bakgörðum húsa í útverfum stórborga Bandaríkjanna. Ef þær eru svona áhugasamar um geimferðalög og samskipti við aðrar tegundir í geimnum, af hverju setja þær ekki upp sendiráð og taka upp menningarsamband við þjóðir heims fremur en að framkvæma einhverjar dularfullar „aðgerðir“ á einmana borgarbúum?
Að lokum vil ég benda áhugamönnum á viðtal sem umsjónarmenn <a href="http://www.stjornuskodun.is“ target=”_blank“>Stjörnufræðivefsins</a> (www.stjornuskodun.is) tóku við Frank Drake síðastliðið sumar, en hann er einn af stjórnendum SETI-áætlunarinnar. Þar fjallar hann m.a. um ástæður þess að langferðir í geimnum eru svo til óframkvæmanlegar. <a href=”http://www.stjornuskodun.is/vefur/lif/frank_drake_vidtal.html“ target=”_blank“>Viðtalið við Frank Drake er hér</a> en hægt er að fræðast meira um stjörnulíffræði, Drakejöfnuna o.fl. á síðunni <a href=”http://www.stjornuskodun.is/vefur/lif.html“ target=”_blank">Líf í geimnum</a> á Stjörnufræðivefnum.