Ég rakst á soldið áhugaverða grein á netinu núna fyrir skömmu þar sem það kom fram að frá árinu 1990 hefur tilvikum þar sem fólk hefur haldið því fram að það hafi séð svokallaða UFO's minnkað úr ca. 2 til 3 þúsund á ári, niður í nánast ekki neitt. Skiptir þá engu máli hvort um er að ræða þróuð lönd eða hin vanþróaðri.
Þetta finnst mér ákaflega áhugavert, ég lagði nú aldrei neinn sérstakan trúnað í þessar “sightings” en þetta hefur hinsvegar fengið mig til að endurskoða aðeins þá afstöðu - því eina mögulega skýring á þessu hlýtur að vera að þær hafi verið að koma hingað en síðan bara hætt því…
Ég fór því að spurja sjálfan mig að því hvað var að gerast í heiminum á þessum, afhverju hættu þær að koma.
Þá kom svarið - í kringum þetta leyti braust Davíð Oddsson fram á sjónvarsviðið á Íslandi, það þarf enginn að neita því að þegar ég segi að Davíð Oddsson sé geimvera þá bregður engum því að bæði í útliti og hegðun er hann nú ekki eins og fólk er flest.
Til hvers að halda áfram að koma þegar búið er að koma fyrir útsendurum í góðum stöðum á jörðinni til að senda fréttir heim….
Ég geri mér þó grein fyrir því að þetta eru ekki nægar sannanir svo að ég reyndi að muna eitthvað fleira sem gerðist um þetta leyti…. var það ekki 1990 sem George Bush varð forseti BNA?? Það þarf enginn að þræta fyrir það að sá maður er eins og geimvera líka, að ég tali nú ekki um son hans sem ber öll einkenni manns sem er undir “ALien Control” - les bækur öfugt, segir tóma vitleysu, horfir í gegnum kíki sem lokið er á o.s.frv.
Þetta myndi líka útskýra undarlegan vinskap DAvíðs við þessa menn, afhverju ættu forsetar BNA að standa við hliðina á einhverjum smákalli frá eyju einhversstaðar útí rassgati nema ef þeir væru frændur….?
Svo má nú ekki gleyma vélmenninu honum Dick Cheney sem virðist þurfa að fara í hleðslu 2 - 3 á ári til að halda honum gangandi - ég meina, common það fær enginn 18 - 20 hjartaáföll og heldur áfram að vera varaforseti eins og ekkert sé, alltaf jafn hress..
Ég er reyndar ekki kominn lengra með þessar pælingar mínar en þið megið endilega koma með ykkar álit og kenninga