Þetta gengur ekki, enginn póstur síðan 25. apríl! Hmmm…
Skrifstofa áhugamanna um ufo í bretlandi tilkynnti í síðustu viku að þeir væru að fara að loka. Ástæðan var sögð sú að þeir fengju svo fáar tilkynningar að þetta tæki þessu ekki.
Hver ætli ástæðan sé fyrir þessu?
Að mínu mati er a.ö.l. um tvennt að ræða. Ufo´s eru svo lítið í umræðunni í dag að minna er um að fólk ímyndi sér að það sjá svoleiðis.
Þeir aðilar sem e.t.v. hafa séð sér hag í því að búa til UFo sightings eru hættir því. Þá er ég að tala um t.d. bandaríska herinn. Afhverju þeir ættu að standa í svoleiðis? Svokölluð fyrsta alda, “first wave” hernaðartækni sem grundvallast á því að fyrsta alda innrásarhers reynir að dulbúa sig sem fljúgandi furðuhlutir til þess að minnka líkurnar á að þeir verði skotnir niður. Líkur má leiða til þess að mannrán af geimveruhöndum séu líka tilraunir/rannsóknir deilda innan hersins (og ekki endilega bara þess bandaríska n.b.) sem telja það nauðsynlegt af hernaðarlegu mikilvægi að gera einhverjar tilraunir á mönnum en geta það ekki löglega og fara eftir svona krókaleiðum.

Kannski er full ástæða til að opna nýtt áhugamál hér á Huga sem væri þá samsæriskenningar. JFK et al.

Chao
Þetta er fríið þitt. Þegar þú deyrð þarftu að mæta í vinnuna aftur.