Þú ættir að kíkja á þættina “The Elegant Universe” á Nova hjá PBS.
http://www.pbs.org/wgbh/nova/elegant/program.htmlÍ einum þættinum er útskýrt á mjög aðgengilegan hátt hvað vísindamenn halda að svarthol séu.
Ef þú kannast ekki við kenningu Einsteins um “general relativity” þá lagði hann fram þá hugmynd að rúm og tími væru allt að því óaðskiljanlegir hlutir og því ætti í raun að tala um “rúmtíma” (spacetime). Á einhvern óskiljanlegan hátt (hvað mig varðar allavega, ég er viss um að einhverjir hérna vilja meina að þeir skilji þessa kenningu til fulls en það ætla ég ekki að gera) lagði Einstein til að hægt væri að hugsa um rúmtíma sem n.k. efni (fabric) sem væri teygt út. Ef þú ímyndar þér trampólín þá er það nákvæmlega þannig sem þeir hjá Nova útskýra fyrirbærið. Þegar þú setur hlut á trampólínið myndast dæld og ef þú myndir nú láta bolta nálægt þessari dæld þá myndi boltinn rúlla í átt að dældinni. Þetta er það sem Einstein vildi meina að orsakaði þyngdaraflið… dældin sem þungir hlutir gera í rúmtímann. Ef sólin er þungi hluturinn í miðjunni á trampólíninu þá er jörðin litli boltinn sem hringsólar í dældinni (af hverju hann fer ekki ofan í og rekst á sólina hefur líklega eitthvað með miðflóttaraflið og þyndarsvið annara pláneta að gera svo og að jörðinn gengur í ellipsu í kringum sólina en ekki fullkominn hring… það er samt eitthvað skrítið við þetta sem ég hef ekki skilið enn, þá sérstaklega hvaða kraftur er það sem heldur jörðinni á þessu hringsóli án þess að nálgast sólina… en það er svosem ekkert nýtt að ég skilji ekki eitthvað og ég veit að einhver á eflaust eftir að útskýra þetta fyrir mér hérna).
Hvað um það, ímyndaðu þér nú að efnið í “trampólíninu” sé órjúfanlegt. Ímyndaðu þér líka að þungi hluturinn í miðjunni sé roooosalega þungur (á stjarnfræðilegum skala) og jafnframt pínulítill. Dældin sem myndast þá í trampólínið er svakalega djúp því að allur þessi massi lendir á mjög litlu svæði. Boltinn þinn sem þú settir á trampólínið ræður ekki lengur við að hringsóla og “sogast” beint ofan í.
Þetta er það sem menn halda að svarthol séu… þegar stórar stjörnur klára efnaforðann sinn, hættir innri hiti þeirra að ýta þeim út á við en allur þessi massi myndar gífurlegt þyngdarsvið og verður til þess að efnið í stjörnunni fellur inn. Stjarnan minnkar því í rúmmáli en massinn helst sá sami sem myndar voðalega djúpa dæld í rúmtímann sem sogar allt til sín.
Líklega hefur nú enginn áhuga á að lesa þetta svar mitt en af því að ég er nýbúinn að horfa á “Elegant Universe” fannst mér tilvalið að athuga hversu mikið ég mundi úr þeim.