
Guðrún Bergmann, húsfreyja að Hellnum, seiðkona og sitthvað fleira sagði að fljúgandi furðuhlutir myndu oft birtast við jökulinn í skýjaformum. Ástæðan fyrir því að FFH myndast í skýjaformum er sú að geimförin eru á miklu hærri tíðni en við og er það því eini möguleikinn á því að þær ,,efni” sig. Fleiri íbúar á Hellnum fullyrða einnig að FFH myndist í kringum jökulinn í skýjaformum og ljósaskiptum. Þessi „atburður“ hefur verið festur á filmu af Ingibjörgu Bjarnadóttur (tengdamömmu Hörpu kennara), og fáum við að sjá þessa stórskemmtilegu skýjamynd hér að neðan.