Geimverur á Íslandi ?
5 nóvember 1993 var mikil umfjöllun í öllum dagblöðum á íslandi um geimverurnar á Snæfellsjökli og var náttúrlega mjög misjafnt hversu alvarlega fólk tók þessu. Kvöldið sem þetta átti að gerast flyktist fullt af fólki upp á jökull og var mikið af erlendu fólki sem kom bara spes til að sjá þær. Og má segja að allir landsmenn hafi orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum þegar þær birtust ekki. En þó voru menn sem sögðust hafa séð þeir. Fingbogi á Laugarbrekku sá undarleg ljós við bæinn sinn sem hann gat ekki útskýrt og Ingi Hans í Grundafirði var staddur upp á jökli þó ekki á sama stað og hitt fólkið, en segist hann einnig hafa séð eitthvað og segir að það hafi verið geimverurnar. Og einnig segir fólk sem býr undir jöklinum að það sjái oft undarlega ljós sveima yfir jöklinum. En hvort sem það eru geimverur eða ekki, það vitum við með vissu en eitt er víst að það er rosalegur kraftur í jöklinum, og því væri hann tilvalinn lendingastaður fyrir geimverur.