Er eitthvað við enda alheimsins. Eða heldur hann kannski endalaust áfram.
Ég hef mikið verið að spá í óendanleikanum upp á síðkastið. Og ég hef velt fyrir mér þeirri spurningu að ef efnisheimurinn endar einhverstaðar, er þá hægt að yfirgefa hann? Er hægt að fara einhvert sem ekki hefur neitt efni?
Ég ætla að reyna að svara þessu.
Til að byrja með þá ætla ég að reyna að setja einhver góð rök í byrjun til að geta byggt á. Heimurinn varð til í mikla hvelli þar sem allt efni sem til er varð til í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag. Strax eftir mikla hvell byrjaði efnið að þeytast út í tómið. Heimurinn er enn þann dag í dag að stækka og efnin eru að fjarlægjast hvort annað.
Ef þetta reynist rétt þá ætti vera til endimörk á alheiminum. Það er staður fyrir utan efnið. Það er að segja tóm sem ekkert er í.
Ef heimurinn breiðist út á hraðanum X og menn gætu smíðað geimskip sem kæmist á hraðanum 2X þá ættu þær eftir einhver ár að koma að þeim stað í efnisheiminum þar sem hann er að breiðast út og sjá tómið (eða ekki sjá það) fyrir utan. Geimfarið fær að þeim punkt þar sem ljósið er lengst komið. Eftir þetta taka við get gátur.
Geimskipið er úr efni. Ef það siglir áfram gefur það frá úr ljósinu. við það hefur efnið sem er í geimskipinu stækkað alheiminn og það er ekki lengur tóm. en hefur geimskipið getur haldið út í tómið og skilið eftir sig bæði það ljós sem hefur borist út og allt annað efni, gæti það þá siglt áfram? gæti geimskipið fjarlægst að einhverju leiti efnisheiminn? Eða myndi geimskipið sennilegast vera við brún efnisheims og tómsins og geta ekki haldið áfram hvernig svosem það reynir?
Tómið hefur eftir allt þann eiginleika að vera ekkert og þess vegna hefur það enga stærð né lögun. efnið er inn eins stóru eða litlu tómi og við ýminum okkur.
En ef þessi alheimur og upphafið að honum, mikli hvellur er aðeins einn af óteljandi mörgum í alheiminum. er þá hægt að ferðast á milli í gegnum tómið? Fjarlægðir á milli alheima yrðu að vera þvílíkar að þeir gætu aldrei haft áhrif á hvorn annan. En tómið er ekkert og því gætu vegalegndir verið ef hægt sé að ferðast í gegnum tómið, gríðarlega langar eða frekar mjög stuttar. Ferðir frá endimörkum okkar verlaldar að þeirri næstu gætu því tekið mun styttri tíma heldur en að ferðast innan okkar eiginn veraldar.
En öll þessi pæling byggist upp á því að tómið sé í raun tómt.