Hvað nú ef þetta sem þú talar um hafi þegar gerst. Og að við séum einn angi af einhverri fornri-geimsiglandi-siðmenningu en hafi gleymt uppruna okkar eða glatað vitneskju um hann við síðustu mega náttúruhamfarir á jörðu.
Á síðustu ísöld fyrir um 13.000 árum voru pólarjöklarnir margfallt stærri en þó náði norðurpóllinn ekki lengra en yfir mitt bretland. Í kringum miðbaug, miðjarðarhafið, stóran hluta S-Ameríku og Asíu og á stórum svæðum sem er hafsbotn í dag var vel búsællegt fyrir menn.
Þósvo við höfum ekki fundið neinar sannanir fyrir fornri siðmenningu sem var jafnoki okkar í vísindum þarf ekki að þýða neitt. Ef nú skylli á ísöld og jöklar færu að skríða fram og aftur á Íslandi í 5 - 6 þúsund ár er ekki víst að sæust nein merki um að við hefðum nokkurntíman verið hér.
Og svo getur verið að það sé ómögulegt að ferðast nema kannski hálfur ljóshraði þannig að það sé lífvænlegt fyrir manneskju í djúpsvefni en þá væru stofnendur mannkyns kannski á leiðinni hingað aftur eftir 26.000 ára fjarveru. Rétt ólentir.
-MorganKane-
<Bara smá vangaveltur í gangi…
<Þegar maðurinn fer að ferðast til annara plánetna eins og mars, <og fer síðan að búa þar þá eiga þessir marsbúar eftir að breytast <með tímanum(Þróast). Því að þyngdaraflið á mars er jú þrisvar <sinnum minna en hér á jörðunni svo að mennirinir myndu <náttúrulega breytast á komandi kynslóðum t.d. stækka, mjókka, <vövðar rýrna osfrv. Þannig að eftir nokkuð margar kynslóðir myndu <marsbúarnir vera allt öðruvísi enn við jarðarbúarnir og þá væru <þeir í rauninni ekkert lengur jarðarbúar. Hvaða áhrif myndi það <hafa á mannkynið, væru þeir kannski nokkuð partur af mannkyninu <lengur? Og þetta er náttúrulega bara svona smá dæmi, hvað með e<ftir svona 5000 ár þegar maðurinn er kominn á margar aðrar p<lánetur enn mars. Myndu þessar plánetu þjóðir ekki bara kljúfa <sig frá hvorri annari með tímanum og kannski myndu brjótast út <stríð og illdeilur! Og verður þá nokkuð til eitthvað sem við <gætum í rauninni kallað hið eina rétta mannkyn?
<
<Eins og ég sagði áðan, bara smá vangaveltur…
<
>
- Kiddó
Þetta er fríið þitt. Þegar þú deyrð þarftu að mæta í vinnuna aftur.