Bara smá vangaveltur í gangi…
Þegar maðurinn fer að ferðast til annara plánetna eins og mars, og fer síðan að búa þar þá eiga þessir marsbúar eftir að breytast með tímanum(Þróast). Því að þyngdaraflið á mars er jú þrisvar sinnum minna en hér á jörðunni svo að mennirinir myndu náttúrulega breytast á komandi kynslóðum t.d. stækka, mjókka, vövðar rýrna osfrv. Þannig að eftir nokkuð margar kynslóðir myndu marsbúarnir vera allt öðruvísi enn við jarðarbúarnir og þá væru þeir í rauninni ekkert lengur jarðarbúar. Hvaða áhrif myndi það hafa á mannkynið, væru þeir kannski nokkuð partur af mannkyninu lengur? Og þetta er náttúrulega bara svona smá dæmi, hvað með eftir svona 5000 ár þegar maðurinn er kominn á margar aðrar plánetur enn mars. Myndu þessar plánetu þjóðir ekki bara kljúfa sig frá hvorri annari með tímanum og kannski myndu brjótast út stríð og illdeilur! Og verður þá nokkuð til eitthvað sem við gætum í rauninni kallað hið eina rétta mannkyn?
Eins og ég sagði áðan, bara smá vangaveltur…
- Kiddó