Ég er ein af þessum týpum sem bókstaflega elska norðurljós, tunglið og stjörnurnar á himnum.
Ég er það heppin að eiga hund og hans vegna uppgötvaði ég hvað þetta er fallegt og spennandi. Ég fer mikið út á kvöldin og næturnar með voffa og það klikkar ekki að ég líti uppí himinn.
Í eitt skipti í ískulda og frosti henti ég hundateppinu á frosna
jörðina, lagðist og horfði á norðurljósin dansa undir stjörnunum og það var geðveik upplifun.

Svo langar mig að benda fólki á að skoða stjörnurnar vel, því að áður en ég uppgötvaði þessa fegurð þá hélt ég að stjörnur væri “bara” hvítar,… en ónei, þær eru sko grænar, bláar, rauðar,
gular og hvítar!

Ég hef orðin það heppin að sjá norðurljósin “á hlið”.
Ójá, var í flugvél og það er eitthvað það geggjaðasta sem ég hef upplifað. Við erum að tala um það að ég horfði hvorki upp né niður bara beint. Geðveikt.

Það eina sem mig vantar núna er ódýr stjörnukíkjir þá myndi ég
segja upp internet-áskriftinni og bara leggjast út!

Hér að neðan er urlið hjá Nasa ef þið viljið sjá flottar framandi myndir.
Enjoy people.
http://oposite.stsci.edu/pubinfo/pictures.html