OK… nú vil ég útskýra hluti aðeins fyrir þeim sem hafa verið að senda inn greinar um tímaflakk. Það er rétt sem menn segja (a.m.k. ennþá) að það er ekki hægt að komast hraðar en ljósið, og það er heldur ekki hægt að komast næstum því jafn hratt og ljósið. til þess yfirhöfuð að geta komist jafn hratt og ljósið þyrftum við að hafa massan 0 og það er engin hlutur með massan 0 nema ljóseindir (þ.e.a.s ljósið sjálft). Ef menn vilja nánari útskýringu á þessi þá geta þeir skoðað eðlsifræðihluta vísindavefs háskólans, og skoðað þar svarið við spurningunni:“Hafa ljóseindir massa”.
Annar stór misskilningur varðandi ormagöng, er sá, að með notkun þeirra er ekki verið að fara hraðar en ljósið, heldur er verið að stytta vegalengdina sem fara þarf, þannig að til að kómast á áfangastað þá þyrfti maður að fara styttri leið en ljósið ef það færi hefðbundnar leiðir. Þetta er fyrirbæru sem kallast geimbjögun (space bending eða space distortion). Ágætis útskýringu á þessu er meðal annars að finna í myndinni Event Horizon (fyrir þá sem hafa séð hana) en þar talaði maðurinn reyndar um svarthol en ekki ormagöng en þeð sem átt var við voru ormagöng.
Enn ein leiðréttingin varðandi niðurstöður rannsóknarinnar sem var gerð og var birt í Mogganum um daginn um að menn hefðu fengið ljós til að fara “hraðar en ljósið” er á misskliningi byggð. Raunin var sú að vísindamennirnir sendu ljósgeisla inn í Cesíum gufu. Gufan á einhvern hátt skynjaði tíðni og orku ljóssins og sendi út SAMS KONAR ljós um hinn endann. Af þessu leiðir að ljósið sem kom út var EKKI sama ljósið og kom inn. Þessa má líkja við það þegar menn ýta á takka til að opna kúlupenna. Þegar þú ýtir á annan endann kemur annr endi út hinu megin.
Í leiðinni vil ég taka það fram að ég vil alls ekki móðga eða særa neinn af þeim sem skrifuðu greinarnar á undan mér, margt af því sem þeir sögðu er það sem fólk sem hefur ekki grunnþekkingu á eðlisfræði heldur, en vildi þó benda þeim á að kynna sér aðeins betur þá grunneðplisfræði sem um er rætt í þessu samhengi. Ef menn vilja frekari útskýringar þá mega þeir alveg svara þessum staðhæfingum mínum.
Ég vil taka það fram núna í lok þessa pistils að ég er EKKI einn af þessum gaurum sem trúa ekki á UFO og halda því fram að þetta séu bara sjónhverfingar, fals o.þ.h. Ég trúi því svo sannarlega að það séu til UFO og að þeir komi ekki af þessari plánetu heldur sé stjórnað af geimverum. Hvað þeir eru að gera hérna hef ég ekki hugmynd um!