Ég ættlaði víst að skrifa grein inná geimvísindi í október, betra er seint en aldrei.

Stjörnuryk er eitthvað sem við höfum heyrt talað um í ævintýrum, ryk sem hefur töframátt eða hæfileika til að láta þig fljúga. Í þessari grein ættlaði ég að fjalla um “Stardust” verkefni (JPL)NASA.

Stardust verkefnið hófst á áttundaáratugnum þegar mönnum var ljóst að þeir gætu reynt að safna sýnum úr halastjörnuni Halley, en ekki fyrr en 1999 komst mönnum saman um verkefni til að gera þetta. Ferðinn hófst 7. febrúar 1999, verkefnið var að komast upp að halastjörnuni Wild 2 og safna efniseindum úr halastjörnuni. Halastjörnur eru taldar vera afgangsefni frá myndun reikistjarnan, sýni úr halastjörnu gætu því gefið okkur vísbendingar um hvaða efni voru í stjörnukerfinu okkar fyrir um 4,5 milljörðum ára. Auk þess að safna sýnum úr halastörnuni voru teknar myndir, þessar myndir eru komar til jarðarinnar og eru stórfenglegar, aldrei hafa jafn góðar myndir fengist af halastjörnu áður. Til þess að ná þessum stórfenglegu myndum þurfti Stardust farið að komast upp að Wild 2 í fjarlægð sem nemur 240 km. Þegar farið er komið svo nálægt halastjörnuni eru efniseindir á hraða sem jafngildir sexföldum hraða riffilskúlu eða um 21.000 km/klst, þessu má líkja við sandblásara sem tætir upp málm hægt og rólega upp, nema þessi gerir það mikið hraðar! Til þess að farið geti þolað þessi skilirði er aftur enda farsins snúið upp að halastjörnuni, en þar eru lög af þykkri postulínsblöndu sem er kölluð er Whipple skjöldur ( nefnt eftir vísindamanni sem fyrst datt í hug vörn gegn efniseindum á fleygiferð um geiminn ), þessar plötur eru um 1cm þykkar raðaðar upp með um 5cm milli bili. Þegar farið er komið í þessa stellingar setur það út arma með “föngurum” sem eru sérstaklega hannaðir til að grípa þessar efniseindir á fleygiferð. Hraðinn er svo mikill að það þurfti sérstakt efni, kísílloftgel ( e. silic areogel ). Þetta efni er svo fínt að það að það svífur í loftinu, það er einna helst líkt afar fínu og froðukendu gleri ( hvernig sem það er :). Þessir fangarar safna síðan saman efniseindum sem eru flest minni er þvermál mannshárs! Farið safnaði einnig nokkrum sinnum á leiðinni efniseindum úr geimnum. Þegar allt er komið í púkk verða vísindamenn komnir með í hendurnar brotabrot af grammi. En það verður ekki fyrir en 15. janúar 2005, sem halastjörnuryk verður flutt í hendur vísindamanna á Jörðinni. Nú þegar hefur farið ferðast í um 3,22 milljarð kílómetra og á það eftir að ferðast um í 1,5 milljarð kílómetra til baka, á um 78.000 kílmetrum/klst.

Það sem mér fannst einna helst merkilegt var loftgelið, 99.8% loft en þó nógu þétt til að hægt sé að mynda lag ef því sem heldur uppi vaxlitum :) þetta er stórmerkilegt efni!


Þetta er fyrsta skiptið síðan Appaló leiðangrarnir áttu sér stað, þar sem takmarkið er að færa til jarðar sýni úr geimnum. Það hefur enginn stöðnunn átt sér stað, fólk virðist bara ekki fylgjast nóg með :)

Tenglar/heimildir:

http://stardust.jpl.nasa.go v/tech/aerogel.html
http://stardust.jpl.nasa.gov/news/ status/040102.html