ein góð miðlagrein
Einn maður er ég þekki hefur ávallt verið á móti miðlum og miðilsfundum.Hann hefur aldrei trúað á svona og bara verið sáttur við það sjálfur.Eitt sinn eftir að móðir hans dó og eftir mikið röfl í vinum hans fór hann til miðils í keflavík er heitir maja og er mjög vinsæl.Biðtíminn í hana er um hálft ár.Á fundinum sagði hún hluti sem enginn annar hefði getað vitað nema hann og konan hans.Þetta voru svo persónulegir hlutir að hann gjörsamlega brast í grát.Eftir fundinn átti hann rosalega erfitt með að sofa og heyrði alltaf einhver hljóð í stiganum hjá vinafólki í keflavík þar sem hann svaf alltaf útaf vinnunni.Alltaf þegar hann kom heim til sín hvæsti kötturinn hans á hann eins og brjálæðingur og hafði kötturinn aldrei gert það áður.Maðurinn hringdi í miðilinn og bað hana um að láta loka fyrir sig því að greinilega hefði eitthvað opnast þarna sem að gerði honum kleift að heyra í dánu fólki.Maja miðill bað bæn fyrir honum og þetta lokaðist allt saman.EFtir þetta hætti kötturinn að hvæsa á hann ávallt og hann byrjaði að sofa betur á nótunni og allt saman blessaðist.En mergur málsins hérna hjá mér er sá að fólk sem að trúir ekki á miðla og telur að það sé rugl og allt saman ætti bara að prófa að kíkja á fund hjá miðli og svo dæma eftir á,því að miðlarnir geta sagt þér eitthvað sem að enginn annar en þú átt að vita.