Börn sjá dáið fólk
Oft hefur verið talað um það hvort að lítil börn séu næmari heldur en fullorðnir og sjái látið fólk.Persónulega trúi ég þessu og held það að mörg lítil börn og einnig dýr sjái dáið fólk.Gott dæmi um það er t.d faðir minn sem að man ennþá eftir því að þegar hann var tveggja ára var hann vanur að vera með rólu í hurðarkarminum í eldhúsinu sem hann var oft settur í.Dag einn var hann settur öfugt í róluna og sneri að sjónvarpsherberginu og viti menn það sat rennandi blautur maður í sófanum þar og horfði beint í augun á honum og hafði hann greinilega drukknað.Ástæðan fyrir því að faðir minn muni eftir þessu veit hann ekki sjálfur en man greinilega eftir blauta manninum í sófanum í sjónvarpsherberginu.