Til Nealf
Hvað varðar aðra kynþætti jarðarinnar; þá eru þeir í aðalatriðum eins nema hvað eitthvað er um smávægilegan mismun. Þessir smávægilegu mismunir hafa þó í raun ekkert vægi vegna þess að um er að ræða áhrif harðræða og umhverfisins, t.d lauslega líkt og menn gerðust svertingjar í mikilli sól eftir því sem leið á kynslóðirnar; þá getur ofurstressað fólk gerst gráhært og hrukkótt snemma á ævinni - þetta er þannig séð sami maðurinn. Sem sagt er ekki hægt að líkja asíumanni og hvítingja; við górillu og simpansa.
Þú skrifar:
,,Hluti af aðlögunarhæfni apa eru hendurnar þeirra, þetta er það sem gerði okkur kleypt að smíða vopn og veiða kjöt seinna meir, sem stækkaði heilabúið okkar sem gerðu okkur kleypt að hugsa meira.´´
Þetta er rangt. Hendurnar hafa ekki áhrif á heilabúið; heldur er það öfugt – hundurinn dillar rófunni en rófan dillar ekki hundinum.
Hvað varðar þróunarkenninguna þá er ég ósammála því sem segir að maðurinn sé kominn frá öpum.
Þú skrifar:
,,Það eru gáfur okkar sem gera okkur hæfustu lífverurnar á Jörðini, og þar að leiðandi erum við efst í fæðukeðjuni.´´
En hvernig fengum við gáfurnar? Af hverju erum við eina einstaka ,,dýrategundin´´ á jörðunni?
Lítum svo á að gáfur mannsins hafi verið tilviljunarkennd þróun. Þar afleiðandi ættu að hafa verið til aðrar tegundir í fortíðinni sem hafa verið gáfuleg eins og við. Þess vegna gætu í það minnsta fundist fornminjaleifar sem bera þess merki að um tæknivætt þjóðfélag hafi verið um að ræða í fortíðinni; í stað allra þessara fornminja.Og þar sem þær hafa ekki ennþá fundist; þá er hægt að álykta svo að annað hvort erum við fyrsta ,,dýrategundin´´ til þess að gerast gáfuleg (sem er of einstakt atvik til þess að vera satt) eða þá að um ekkert ,,dýrastökksþróun´´ (maðurinn) sé að ræða.
Þú skrifar:
,,Þetta skýrir engan veiginn afhverju simpasar hafa 98% líkt DNA.´´
Ég skora á þig að líta á þessa síðu:
http://www.wasdarwinright.com/DNArelatedness.h tml#Comparing DNA
Þar kemur fram að DNA-niðurstaðan sé gróf vegna þess að ekki er búið að gera skoðun á genauppbyggingu simpansa - DNA-skoðun er of hrá til þess að eitthvað sé hægt að marka hana.
Ég sagði aldrei að menn væru ekki héðan, heldur átt ég við það að Guð skapaði fyrst jörðina, síðan plöntur, síðan dýr og á endanum manninn. Þegar dýrin voru sköpuð þá fengu þau að þróast í einhvern talsverðan tíma og síðan hefur manninum verið plantað á jörðina.
Þú skrifar:
,,Maðurinn þróaðist hægt og hægt frá öpum einsog allar aðrar lífverur hafa þróast smátt og smátt frá hvert öðru og þanneig hefur lífríkið fylst að mismunandi ríkjum ( plöndur, frumverur, dýr, sveppir, dreifkjörnungar ) og þetta svona skipts aftur og aftur og aftur. Einsog tré, uppruni þess er langur og stór ( stólpinn ) og svo skiptist þetta í stórar greinar og minni og minni greinar í pínulittla kvisti, og einsog þróuninn þá vaxa sumar greinar lengra en aðrar, þróast hraðar.´´
Hvað varðar dýr, þá er ég sammála þessu nema hvað þær geta ekki þróast til vitsmunalegrar tegundar (þ.e ekki verið eins og maðurinn). En hvað varðar menn þá eru þeir heilt tré fyrir sjálft sig.
Þú skrifar:
,,Afhverju getur simpasi ekki hægt og hægt orðið maður einsog Amamban varð fíll?´´
,,Hvað með alla frum-mennina sem komu á undan okkur ? eru þeir bara bull, var Homo Erectus engan veginn líkari okkur en Simpasi ?´´
Líttu á þetta þannig:
Amamban var dýr.
Amaban varð að öðru dýri (þorksur).
Það dýr varð að öðru dýri (froskur).
Það dýr varð að manni.
Sem sagt er stökkið frá dýri til manns of stórt til þess að geta staðist. Sérstaklega fyrst allar aðrar dýrategundir hafa aðeins verið frá dýri til dýrs til dýrs………….
Það er talað um þróun mannsins frá homo erectus til Homo Sapiens (nútímamannsins) og vekur það efa í brjósti manna. En hver veit nema þeir hafi verið dýrategund skyldari apategundum heldur en manninum. Eða kannski hafa þeir verið hinir svokölluðu afkvæmi fallinna engla og manna – þ.e risarnir sem gengu á jörðinni og: „voru það kapparnir sem í fyrndinni voru hvað víðfrægastir“. Meðlahæð homo sapiens í fornöld var um 160 cm á hæð og þess vegna rennur há hæð homo erectus undir þá stoð að um risa hafi verið að ræða - ,,Það er hægt að deila um það hvaða hæð skilgreinir risa, sérstaklega ef miðað er litla fólkið við stóra fólkið!´´. Þar sem vísindin eru oftast getgátur einar þangað til óyggjandi sannanir koma í ljós þá ber að taka þeim með varúð.
Þú skrifar:
,,Maðurinn án efa veit meira en apinn, hann veit meira um eiginn líkama en apinn, en einsog apinn skilur ekki tilgang sinn ( er einhver tilgangur ? ).´´
Ég get ekkert tjáð mig um tilganginn á bak við hitt og þetta, enda er ég ekki Guð. Þó get ég ýjað að því að Guð skapaði okkur mennina vegna hreins kærleiks og gjafmildi. Okkur er ætlað að gjalda elsku Guðs með elsku til Guðs og náungans. Hann vildi að við lifðum ,,ignorance is bliss- líferni´´ en vegna syndafallsins þá skertust þær áætlanir. Sem betur fer þá kom Jesú Kristur til okkar og gaf okkur von um að gerast hæf inn í samfélag Guðs og svo að getað fengið uppfyllingu þá sem kærleikuinn hefur í för með sér.
Þú skrifar:
,, afhverju þarf einhver að hafa skapað okkur ? Hver skapaði guð? Ef guð hefur alltaf verið til, afhverju getur heimurinn ekki alltaf hafa verið til ?´´
,,Það er rökleysa að segja að einhver hafi búið eitthvað til, því það þarf þá alltaf að vera einhver að hafa búið þann sem bjó okkur til og svo framvegis.´´
Það sem ég er að meina með þessum skrifum er það að heimurinn gæti ekki hafa orðið til vegna tilviljunnar því ekkert er ekkert og heldur áfram að vera ekkert því það hefur engan grundvöll til þess að taka til fyrirmyndar. T.d þurfum við fyrst að hafa séð kónguló til þess að geta hugsað okkur þann möguleika að til gætu verið verur sem hafa fjöldan allan af fótum sem er langir og mjóir að auki. Maður sem ætlar að skrifa ástarsögu þarf fyrst að vita eitthvað um ástina sjálfa, samskipti kynjanna og annað áður; því annars gæti hann ekkert skrifað um það og vissi ei að um væri að ræða ástarögu meðan á skrifunum stæði. Guð almáttugur er Skaparinn og er Hans ótakmarkaða ímyndunarafl meginstoð þess að til eru óþrjótandi margir mismunandi hlutir í heiminum og má segja að manninum takist aldrei að skapa neitt nema notast sé við þætti úr umhverfinu.
Við getum ekkert tjáð okkur um það hvernig Guð varð til, það væri ein stór heimska af okkur mönnunum að geta okkur til um það. Samt sem áður er ekki hægt að segja það að einhver hafi skapað Guð vegna þess að við getum ekki miðað okkar hlutskipti við Hans hlutskipti. T.d hvað varðar engla Guðs þá eru þeir hvorki karlmenn né kvenmenn heldur eru þeir kynlausar eilífar verur, og þar afleiðandi getum við ekki hugsað svo að einhver hafi skapað Guð eða fætt Hann. Guð er upphafið, að er ekkert hægt að segja það að til sé upphaf upphafsins; vegna þess að orðið ,,upphaf´´ segir alla söguna.
Guð skapaði þennan heim skv 1.Mósebók, það má álykta svo að fyrst Englar voru til á undan sköpun þessa heims; þá þýðir það að til sé annars konar heimur líka. Guð skapaði þennan heim út frá sínum heimi en þó ber að segja það að æðri víddin hafi vafakaust verið sköpuð af Guði. Maður veit ekkert um það hvort einhver heimur alltaf verið til, fyrst Guð hafi alltaf verið til; vegna þess að Guð er sjálfum sér nógur.
Þú skrifar:
,,Orkan í heiminum eyðist ekki né mindast hún breytir bara um form, þarf einhver að hafa búið hana til? gæti hún ekki verið endalaus einsog hringur ?´´
Guð skapaði orkuna og þar sem orka þarf að viðhaldast þá er það rökrétt að álykta svo að Guð hafi látið orkuna vera í einskonar ,,eilífarvélar-fyrirkomulagi´´ hvað varðar heiminn, en þó getur Guð átt við vélina hvenær sem Hann, hvort sem Hann vil breyta hinu og þessu atriði eða þá algerlega taka ,,eilífarvélina´´ sundur og saman.