ÉG hef tekið eftir því hér á huga að það eru eiginlega bara tveir hópar. Annar hópurinn sem er mun stærri er hópur þeirra sem trúa á geimverur eða tilvist lífs í geimnum. Megnið af þessum hóp trúir allskonar samsæriskenningum og að geimverurnar séu virkir heimsækendur jarðarinnar.
Hinn hópurinn er vægast sagt skeptískur og trúir ekki á heimsóknir geimvera til jarðar . Þessi hópur er þó smærri en hinn og ekki eins fjölbreyttur því að þessir menn trúa bara einfaldlega ekki á geimverur.Margir trúa því þó að það sé til líf einhverstaðar í geimnum.
Báðir hóparnir hafa skoðanir á því sem hinn hópurinn trúir og útskýringar á mörgum fyrirbærum sem fyrri hópurinn talar mest um.
Það sem mér finnst merkilegast er að hvorugur hópurinn virðist taka rökum hins og hvað það er lítil umræða um deilu atriði. Samskiptin eru þannig að menn senda inn svör við greinum í kapp við hvern annan en enginn/fáir tala virkilega um það sem öðrum finnst. Ég tilheyri seinni hópnum sem ég talaði um og ég hef sérstaklega tekið eftir því hve fólk tekur illa þeim rökum sem eru til við því að geimverur séu ekki til. Og ég tek svo sannarlega ekki rökum þeirra sem trúa því að geimverur séu í sífellu heimsækjandi jörðina.
Persónulega þykir mér það vera óskhyggja að því að geimverur séu á meðal okkar eða að fólk hafi verið brottnumið eða eitthvað slíkt. Og mér finnst fáranlegt að menn trúi því að maðurinn hafi ekki komið á tunglið heldur að hann hafi verið í stúdíói.
(Eitt enn fyrir þá sem hafa kíkt á títtnefnda síðu þar sem það er dregið í efa að maðurinn hafi komið til tunglsins. Það er talað um að það séu þrír menn á myndunum. Ég spyr bara hverskonar fæðingarhálfviti myndi hafa þrjá geimfara í stúdíóinu þegar það áttu bara að vera tveir á tunglinu.)