Ferðamáti geimskipa. Ég skrifa inná þennan vef, vegna þess að ég rakst á umræðuna um hvernin vélar “UFO” hafa.

Ég á erfitt stundum með að trúa því að UFO sé til, en… Ég útiloka það ekki.

Jæja, nú í fræðilega stöffið.

Já, afstæðiskenningin segir okkur að við getum ekki farið hafn hratt og ljósið. Efni og orka, þar með talin skilaboð eða merki, komast ekki með meiri hraða en ljósið í tómarúmi miðað við tiltekinn athuganda… Þetta er staðreynd.
EN, allt annað en efni og orka, getur hins vegar vel farið með meiri hraða, skiptir þá ekki máli hver hraðinn er…

Takið blað, gerið tvo púnkta á móti hvorum öðrum á sitthvorum enda blaðsins. Nú, hver er stysta leiðin á milli þessara púnkta?


Þetta gefur líklega upp svarið við gátunni hér að ofan, en, what the heck…





Fræðilega séð, þá er hægt að sveigja rúmið.
Tökum til dæmis svarthol:
Rúmið snýst í kringum svartholið, og tíminn verður massíft brenglaður, stoppar, eftir því hvar áhorfandinn er. Hafiði séð myndina “The Event Horizon”? Hálf fáránleg mynd, en… Áhugaverð, með fræðilega eðlisfræði í huga.
Og strax á eftir kemur náskilt fyrirbæri, ef ekki það sama

Fræðilega séð, þá eru til ormagöng. (Tekið af: http://www.visindavefur.hi.is/index.asp?url=svor/svar_492.html):
—————————————————
Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem skjóta upp kollinum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni. Samkvæmt kenningum er hugsanlegt að þau megi nota til að flytja sig til fjarlægra staða í alheiminum á örskotstundu eða jafnvel til að fara aftur í tímann eða til annarra alheima. Þrátt fyrir að hugmyndin um ormagöng sé í góðu samræmi við kenningar er ekki víst að þau séu raunverulega til og um þessar mundir þykir ólíklegt að þau verði hægt að nota til fólksflutninga.

Á fjórða áratugnum settu Einstein og starfsbróðir hans, Nathan Rosen, fram þá kenningu að svarthol gætu hugsanlega myndað tengingu í annan alheim. Þess konar tenging, sem hefur verið nefnd Einstein-Rosen brú.

Annar möguleiki er að tenging myndist milli tveggja staða í okkar eigin alheimi. Slík tenging kallast ormagöng. Hugmyndin er að með því að fara inn um annan endann, sem væri svarthol, megi koma út á öðrum stað í alheiminum eftir stutt ferðalag. Tilvist slíkra ormaganga er ekki í ósamræmi við almennu afstæðiskenninguna. Séu þau til er hins vegar ólíklegt að þau verði nokkurn tíma hægt að nota til ferðalaga, meðal annars vegna þess hve skammlíf þau væru. Gríðarsterkt þyngdarsvið svartholsins mundi valda því að göngin féllu saman áður en geimskip eða nokkuð annað (meira að segja ljósgeisli) næði að fara um þau. Auk þess hafa sjávarfallakraftar svartholsins þau áhrif á efni sem fellur inn í það að efnið splundrast í smæstu eindir sínar um það bil sem það kemur að sjónhvörfunum, samanber til dæmis svar Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er svarthol?.

Á síðustu árum og áratugum hafa komið fram hugmyndir um að halda megi ormagöngum opnum ef vegið er á móti þyngdarsviðinu með svo kölluðu “undarlegu efni” (e. exotic matter) sem væri efni með neikvæða þyngd og hefði því um sig eins konar andþyngdarsvið. Eins og fram kemur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hægt að búa til andþyndarafl? er sú hugmynd hins vegar afar umdeild.

Ef ferðalög um ormagöng væru möguleg eru líkur á því að þau gætu ekki aðeins fært okkur á milli staða heldur einnig aftur í tímann; þau væru eins konar tímavél. Tímaferðalögum tengjast hins vegar ótal þversagnir og verða þau að teljast ólíkleg eins og nánar verður lýst í væntanlegu svari á Vísindavefnum.

Að svo stöddu er ekkert hægt að segja með vissu um tilvist eða gerð ormaganga, þau eru enn aðeins fræðileg fyrirbæri sem ekki hefur verið hægt að rökstyðja með athugunum. Það er því ljóst að vísindamenn munu halda áfram að rannsaka og skeggræða þessi undarlegu fyrirbæri á komandi árum.

Höf: Tryggvi Þorgeirsson, verkfræðinemi og starfsmaður Vísindavefsins ————————————————-


Nóg um það…

Við munum geta gert þetta allt í framtíðinni, ef mannkynið lifir af, þeas…

Kveðjur…
[Ç]