<p>Í "borginni" Cydonia á Mars er hið margumtalaða
andlit staðsett. Þegar fyrsta myndin kom fram frá NASA ákváðu
NASA menn að þetta væri einungis samspil ljóss eða
"trick of lightning" en ákváðu samt sem áður
að þessi staður skildi vera rannsakaður ítarlega. Við
fleiri myndatökur af borginni Cydonia og andlitinu hefur komið fleira
í ljós. Andlitið var myndað við fleiri sjónarhorn
og virtist enginn vafi vera á að þetta var andlit. En það
sem var kannski ekki minna áhugavert var að þarna virðast
vera pýramídar í kring. Samkvæmt Richard C. Hoagland,
sem er fyrrum starfsmaður upplýsingadeildar NASA, er Cydonia algjörlega
byggð á hornafræði líkt og pýramídarnir
hér á jörðu.</p>
<p>Hoagland hefur ýmsar kenningar um Cydonia og hefur hann gefið út
<a href="http://www.amazon.com/exec/obidos/ASIN/1883319307/o/qid=961101462/sr=8-1/ref=aps_sr_b_1_3/103-9135786-1989430">myndband</a>
þar sem hann útskýrir og sýnir í myndum hversu
Cydonia er viðamikil.</p