Ég ætla engar fullyrðingar að vera með hérna en það eru e.t.v. nokkrir hlutir sem mættu fara yfir og athuga til að stafesta hvort þeir hafi farið til tunglsins 1969.
Fyrsta vandamál sem menn áhugasamir um geimvísindi var að sjá pláneturnar og fjarlægu stjörnurnar ekki nógu vel, þetta var bætt til muna þegar stjörnukíkjirinn kom til og batnaði sýn manna á himingeimnum til muna og það eru nokkur hundruð ár síðan sú tæknibyltin reið yfir, og bara á síðustu 40 árunum hefur þessum græjum mjög mikið farið fram, við erum með risastóra sjónauka staðsetta á háum fjöllum víðsvegar um heiminn og allnokkrir eru þegar komnir út í geim til að komast hjá þeirr bjögun á ljósi sem andrúmsloft jarðarinnar veldur, við erum farin að geta ljósmyndað hluti í þúsundum/milljónum ljósára fjarlægð, Þá á ég nú óskaplega erfitt með að kaupa það að ekki hægt sé að snú einum af þessum feykileg öflugu sjónaukum að tunglinu og telja fjölda fána/geimflauga(neðri hluta Lunar Module), fótspora því þetta er allt þarna ennþá því að eftir allt er ekkert andrúmsloft á Tunglinu og því enginn vindur.
So the Answers out there, Just look up boys and girls..
Og svo þetta mál með fánan, ég held ég hafi séð öll video sem hafa verið gefin út hvað tunglferðir varðar og ég á enn eftir að sjá að hann flökti.. Ef mér hefur yfirfarist það þá er ekki hægt að segja að þó hann flökkti að þeir hafi ekki farið. Geimfarinn heldur á stöng sem er eins og öfugt “L” í laginu til að styðja við fánana því það er eftir allt þyngdarafl á tunglinu eins og öllu öðru, Geimfarinn stingur niður stönginni og sleppir henni, mjög líklegt er að þessi stöng hafi verið gerð úr mjög léttum og eins þunnum málmi eins og hægt hafi verið til að spara þyngd um borð í geimfarinu, þegar félaginn sleppir stönginni á hún að standa föst á tunglinu en við vitum ekki hvort einhver spenna sé á stönginni og að hún fari að sveigjast til og frá þegar henni er sleppt, ef svo var þá er ákveðið magn af orku i stönginni sem geimfarinn færði í hana og eitthvert þarf hún að fara,, að lokum ætti hún öll að færast niður í jarðveginn en það væri ekki fyrr en hún flyttist að einhverju leiti í fánan og valdið því þessu heimsfræga flökkti sem allir eru svo viðkvæmir fyrir..