Bara til að hafa eitt á hreinu, þá erum við ekki enþá viss hvort við séum þeir einu vitubornar verur hérna á jörðinni. Við erum einu verurnar sem hugsa með orðum, en hvort þú lítur á það sem visku eða hömlun er undir þér komið. Líka var án vafa einusinni tveir kynstofnar hérna sem byrjuðu að pæla í heiminum. Við drápum hinn reyndar en hvað með það..
Nú með þróun á lífi er þetta mjög viðkvæmt. Það að við erum kolvetnisverur er mjög skiljanlegt. Því þetta er auðveldasta leiðin. Þetta sér þróun um að velja auðveldustu leiðina. Þetta með að líf getur þróast örðvísi er skemmtileg tilhugsun, en því miður ómöguleg.
En þegar ég nefni viðkvæmt þá kannski þarf smá útskýringu. Ég veit ekki nákvæmlega hvað mörg atriði standa að því að við séum á lífi núna, en ég skal nefna einhver sem ég man núna.
1. Sólin sem er púnktur í stjörnukerfinu sér til þess að jörðinn hafi nóga orku til að lifa
2. Túnglið sér til þess að við höfum sjáarföll sem hafa verið okkur nauðsinleg á hverju stigi þróunar okkar og er skotmark (kem að þessu aftur)
3. Uppbyging jarðarinnar, þessi þykki stálkjarni sem sér fyrir okkur segulafli. Svo við dóum ekki úr geislavirkni
4. Andrúmsloftið gefur okkur bæði súrefnið sem við þurfum og vörn gegn loftsteinum
5. Júpiter, já júpiter er líka ein af ástæðunum fyrir því að við erum á lífi, því að þyngdarafl hans er nóga mikið til að soga frá okkur flesta loftsteina sem stefna til okkar. Síðan kemur tunglið og síðast kemur andrúmsloftið. Þetta tala ég um sem skotmart.
Eflaust eru fleirri sem ég hef gleymt, þessvegna get ég verið viss um að líkurnar fyrir því að við höfum náð að þróast, eru stjarnfræðilegar *bros*
Nú svona í endan þá má til gamans nefna að snillingarnir í NASA er nú þegar búinn að gera reikniformúlu um líkurnar á að líf sé til á öðrum hnöttum. Hún var einhvað á lítandi eins og Algebra sem byrjaði á X= þar sem x voru líkurnar. En hinumeginn voru breyturna eins og hverjar eru líkurnar á vatni í miklu magni á plánetu, hvort sólinn sé með mátulegt hitastig og fleirra. Ég held að formúlan hafi haft umþabil 15-20 breytur.. kanski fleirri. Vísindamenn sjá til þess að mata alltaf inn nýjustu ágískuðu tölur en enda alltaf því sama. Útkoman eru fleirri fleirri milljarðar. Því að ein breytan, sem seigir til um fjölda sólarkerfa er næstum því ótakmarkaður.
Við erum ekki ein, við erum bara ein á kletti sem er einangraður bara af fjarlægð. Sem er meiri en okkur getur órað fyrir.